Erlent

Danskir hermenn vilja skjóta fyrr í Afganistan

Óli Tynes skrifar
Danskir hermenn í Afganistan.
Danskir hermenn í Afganistan.

Danskir hermenn vilja að slakað verði á reglum sem gilda um hernað þeirra í Afganistan. Í reglunum segir meðal annars að danskir hermenn megi ekki beita skotvopnum nema skotið sé á þá.

Þetta eru samræmdar reglur NATO herjanna og Danir verða að sækja um undanþágur til Bresku herstjórnarinnar í Aftanistan ef þeir vilja grípa til vopna.

Keld Kristensen ofursti sem er yfirmaður dönsku hersveitanna í Afganistan segir að þetta kerfi sé alltof svifaseint.

Ef þeir sjái menn vera að grafa jarðsprengjur verði þeir að sækja um leyfi til Breta um að skjóta. Það geti tekið hálftíma og þá séu óvinirnir á bak og burt.

Yfirstjórnin í Kabúl hefur beiðni Dana til athugunar. Um 650 danskir hermenn eru í Afganistan. Sextán þeirra hafa fallið í valinn síðan árið 2002.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×