Íslenski boltinn

ÍA samþykkir kauptilboð Lilleström

Mynd/Valli

ÍA hefur samþykkt kauptilboð norska félagsins Lilleström í framherjann Björn Bergmann Sigurðarson. Gísli Gíslason formaður rekstrarfélags meistaraflokks staðfesti þetta í samtali við fotbolti.net í morgun.

Björn á enn eftir að samþykkja samningsilboð norska félagsins, en hann er nú úti í Makedóníu að spila með U19 ára landsliðinu. Hann skoðaði aðstæður hjá norska liðinu í síðustu viku, en hinn 17 ára gamli framherji hefur þegar lýst því yfir að hann muni ekki spila með ÍA í 1. deildinni í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×