Sport

Brian Clay vann tugþrautina

Elvar Geir Magnússon skrifar
Brian Clay.
Brian Clay.

Bandaríkjamaðurinn Brian Clay vann í dag gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking. Hann tók silfrið fyrir fjórum árum en nú náði hann efsta sætinu.

Clay hlaut 8.791 stig en silfrið hlaut Andrei Krauchanka frá Hvíta Rússlandi með 8.5551 stig. Leonel Suarez varð þriðji.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×