Enski boltinn

Torres og Moyes menn mánaðarins

Fernando Torres var heitur í febrúar og hefur byrjað mars af sama krafti
Fernando Torres var heitur í febrúar og hefur byrjað mars af sama krafti NordcPhotos/GettyImages

Framherjinn Fernando Torres hjá Liverpool og David Moyes, stjóri Everton, voru í dag útnefndir leikmaður og stjóri febrúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

Torres hefur verið í feiknaformi með Liverpool og er þetta í fyrsta skipti sem hann hlýtur þessi verðlaun. Torres skoraði fjögur mörk fyrir Liverpool í deildinni í mánuðinum og hefur nú skorað 15 mörk alls fyrir liðið. Hann er jafnframt fyrsti Liverpool-leikmaðurinn til að fá verðlaunin annar en Steven Gerrard síðan Danny Murphy fékk þau í nóvember árið 2001.

David Moyes stýrði Everton til prýðilegs árangurs í úrvalsdeildinni í febrúar þar sem liðið tapaði ekki leik og náði á tíma að skjótast í fjórða sætið. Þetta er í fjórða sinn sem hann er kjörinn stjóri mánaðarins á ferlinum og aðeins Alex Ferguson hjá Man Utd og Arsene Wenger hjá Arsenal hafa setið lengur í stjórastólnum hjá sínum félögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×