Íslenski boltinn

Fjórir leikmenn í bann

Elvar Geir Magnússon skrifar
Peter Gravesen, leikmaður Fylkis, var dæmdur í bann vegna uppsafnaðra áminninga.
Peter Gravesen, leikmaður Fylkis, var dæmdur í bann vegna uppsafnaðra áminninga.

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fundaði í dag og voru fjórir leikmenn úr Landsbankadeild karla úrskurðaðir í bann. Allir fengu þeir eins leiks bann.

Skagamennirnir Vjekoslav Svadumovic og Bjarni Guðjónsson fengu eins leiks bann vegna brottvísunar og einnig Barry Smith, varnarmaður Vals.

Þá fékk Peter Gravesen, leikmaður Fylkis, eins leiks bann vegna fjögurra áminninga á tímabilinu. Þá fékk Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, eins leiks bann fyrir brottvísunina gegn KR.

Margir leikmenn úr neðri deildum voru einnig úrskurðaðir í bann. Saint Paul Edeh, leikmaður Afríku í 3. deildinni, fékk lengsta bannið en hann var dæmdur í fimm leikja bann. Edeh fékk rauða spjaldið í leik gegn KB fyrir að kýla leikmann Breiðholtsliðsins og slá síðan til aðstoðardómara.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×