Erlent

Búist við milljónum þegar Obama sver eiðinn

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Búist er við að fimm milljónir manna komi saman í Washington til að fylgjast með því þegar Barack Obama sver embættiseið sinn sem fertugasti og fjórði forseti Bandaríkjanna í janúar. Fari svo, verður það stærsta samkoma í sögu Bandaríkjanna en nú þegar er hvert einasta hótelherbergi í borginni bókað og flugfélög hafa bætt við aukaferðum til Washington.

Til samanburðar má geta þess að 1,2 milljónir voru viðstaddar þegar Lyndon B. Johnson sór embættiseið árið 1963 eftir að John F. Kennedy var ráðinn af dögum. Átta þúsund lögregluþjónar munu standa vörð við athöfnina en það jafngildir öllum íbúum Mosfellsbæjar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×