Erlent

Íslendingar verða að sjá um eyjaskeggjana á Ermarsundi

Gordon Brown, forsætisráðherra Breta.
Gordon Brown, forsætisráðherra Breta.

Gordon Brown, forsætisráðherra Englands, segir það á ábyrgð Íslendinga að standa skil á Icesave reikningum íbúa Ermarsundseyjanna Guernsey, Mön og Jersey. Bretar ábyrgjast ekki innlán reikningseigenda á þessum eyjum því þær eru að nokkru leyti sjálfstæðar og óháðar Bresku krúnunni. Fjölmargir íbúar eyjanna voru með reikninga hjá Icesave og Kaupthing Edge og eru þeir ósáttir við að njóta ekki sömu trygginga og Brown hefur lofað öðrum Bretum.

Ráðherrann var spurður að því á breska þinginu hvað stjórnvöld ætluðu sér að gera til þess að verja hagsmuni eyjaskeggjanna. Brown sagði að þetta væri hluti þess sem rætt væri um við íslensk stjórnvöld. „Við erum þeirrar skoðunnar að þeir (Íslendingar) beri ábyrgð í þessu máli og við munum halda áfram að ýta á eftir því við þá," sagði ráðherrann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×