Erlent

Al Qaeda fagna kreppu og hreykja sér af henni

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/AP

Al Qaeda-hryðjuverkasamtökin fagna því fjármálaástandi sem nú ríkir í Bandaríkjunum og segjast jafnvel eiga heiðurinn af því.

Talsmenn al Qaeda og fleiri herskárra samtaka múslima fara ekki í neina launkofa með ánægju sína yfir því ástandi sem nú ríkir á bandarískum fjármálamarkaði. Á ýmsum vefsíðum sem tengjast samtökunum er talað um að hin alþjóðlega barátta al Qaeda hafi hrundið kreppunni af stað og hafi nú tekist að lama efnahagslíf Bandaríkjanna gjörsamlega.

Hin mikla styrjöld George Bush Bandaríkjaforseta sem beinst hafi gegn hryðjuverkum og hryðjuverkasamtökum hafi reynst Bandaríkjunum æði dýrkeypt og sé nú svo komið að útgjöldin vegna styrjaldarinnar hafi reynst stórveldinu um megn. Þá taka al Qaeda-liðar afstöðu til bandarísku forsetakosninganna og segjast styðja John McCain heils hugar. Hann sé nefnilega hernaðarlega sinnaður og muni því að líkindum halda stríðinu áfram. Slíkt þætti al Qaeda hið besta mál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×