Erlent

Obama að ná afgerandi forystu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Forskot Baracks Obama á John McCain er nú orðið meira en nokkru sinni áður ef marka má nýja skoðanakönnun CNN.

Samkvæmt henni hefur Obama níu prósentustiga forskot á keppinaut sinn, 51 prósent á móti 42 en sjö prósent þeirra kjósenda sem spurðir voru hafa enn ekki gert upp hug sinn. Helsti stjórnmálaskýrandi CNN segir Obama hafa tekið afgerandi forystu og standi hann annaðhvort jafnfætis McCain eða framar honum í öllum helstu barátturíkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×