Erlent

Keyrði fullur til að mótmæla ölvunaraksturskæru

Austurrískur maður sem stöðvaður var fyrir ölvunarakstur um helgina var ekki alls kostar sáttur við meðferð lögreglu á sér.

Maðurinn, sem er 65 ára, var stöðvaður í borginni Linz á sunnudag og kærður fyrir ölvunarakstur. Bíllyklar og ökuskírteini mannsins voru gerð upptæk. Stúturinn var ekki ánægður með þessar lyktir mála. Hann fór rakleiðis heim, sótti auka bíllykil, fór aftur að bílnum og keyrði hann síðan að höfuðstöðvum lögreglu til að útskýra fyrir henni hvað hann hafði út á kæruna að setja.

Reuters fréttastofan hefur eftir lögreglu í Linz að þegar maðurinn hóf að útskýra mál sitt hafi laganna verðir séð að hann var enn undir áhrifum áfengis. Hann hafi því verið kærður í annað sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×