Í dag klukkan 17:30 verður móttaka á Ylströndinni í Nauthólsvík. Þar verður tekið á móti Benedikti Hjartarsyni sem nýlega varð fyrstu íslendinga til þess að synda hið svokallaða Ermarsund.
Það er starfsfólk ÍTR á Ylströnd og siglingaklúbburinn Siglunes sem stendur fyrir móttökunni. Í tilkynningu frá þeim segir, „Munum við sérstaklega fagna og heiðra Benedikt fyrir það mikla afrek sem hann hefur áorkað."
Móttakan verður haldin Ylströndinni í Nauthólsvík og hefst stundvíslega klukkan hálf sex eins og fyrr segir. Boðið verður uppá kaffi, bakkelsi og ávexti.