Lífið

Ívar á Bylgjunni farinn í langþráð frí

Ívar Guðmundsson
Ívar Guðmundsson

„Við erum að fara fjölskyldan í langþráð frí og ætlum að fljúga til Barcelona og keyra síðan einhverja 600 kílómetra niður strönd Albufeira," svarar Ívar Guðmundsson útvarpsmaður þegar Vísir hefur samband.

„Siggi Ragg sem hefur verið að leysa Rúnar Róberts af að undanförnu leysir mig af. Við pössum okkur á því að fara ekki báðir í frí í einu. Það verður verst að missa verslunarmannahelgina frá Bylgjunni því það er alltaf svo mikil stemming hér," segir Ívar sem mætir aftur á öldur ljósvakans 18. ágúst.

Ívar Guðmundsson og Morten Harket á Bylgjunni í febrúar síðastliðnum.

„Ég er að æfa eins og brjálæðingur núna og hef verið síðustu vikur. Ætli ég taki því ekki aðeins rólegar á Spáni en æfi svo um leið og ég kem heim aftur. Það er aldrei frí í að hugsa um heilsuna."

„Fljótlega eftir að ég kem til baka í loftið þá munum við Arnar (Grant) kynna til sögunnar splunkunýja íslenska heilsuvöru sem hefur verið í þróun í heilt ár."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.