Lífið

Matt Lucas einmana eftir skilnaðinn

Matt Lucas nýskilinn einn á vappi með hundinn.
Matt Lucas nýskilinn einn á vappi með hundinn.

Little Britain grínistinn Matt Lucas sem er nýskilinn við sjónvarpsframleiðandann Kevin McGee tekst á við sambandsslitin einn á gangi með labradorhundinn þeirra í Paddington Street garðinum í gær.

Reglur um upplausn staðfestrar samvistar samkynhneigðra í Bretlandi eru svipaðar og fyrir skilnað gagnkynhneigðra para.

Þeir Lucas og McGee voru gefnir saman fyrir nítján mánuðum síðan og því á McGee rétt á stórum hluta auðæfa eiginmannsins.

Auðæfi leikarains eru metin á fimmtán milljónir punda eða rúman tvo og hálfan milljarð króna.





Leikarinn samdi hinsvegar við fyrrverandi eiginmann sinn um sameiginlegt forræði yfir labradorhundinum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.