Páll Óskar verður andlit Byrs 4. júní 2008 15:48 „Ég hlakka mikið til," segir popparinn Páll Óskar Hjálmtýsson, sem hyggst á næstunni stuðla að bættri fjárhagslegri heilsu þjóðarinnar sem andlit fjármálaþjónustu Byrs. Verið er að undirbúa auglýsingaherferð með Palla, þar sem námsmannaþjónusta Byrs og verkefni bankans um „fjárhagslega hehilsu" verður kynnt. Þetta er í fyrsta sinn sem Palli tekur að sér álíka verkefni af þessari stærðargráðu. Honum finnst fólk mega gefa meiri gaum að fjárhagslegri heilsu sinni. „Íslendingum finnst sjálfsagt að fara í ræktina, en svo er buddan kannski í lamsessi og fjármálin í molum. Ég ákvað að taka þetta starf að mér því ég hef verið á þessum stað sjálfur," segir Palli, sem sjálfur er ekki ókunnugur fjárhagsvandræðum. „Árið 1999 gaf ég út plötu sem seldist ekkert og ég varð næstum gjaldþrota fyrir vikið," segir Palli, sem sat eftir með fimm milljóna skuld. „Þetta eru tímar sem ég myndi aldrei vilja upplifa aftur," segir Palli sem skar hressilega niður eyðsluna, flutti inn í kjallarann hjá pabba sínum, og tók fjármálin í gegn. Heilum sex árum síðar, árið 2005 bar erfiðið árangur, þegar Palli varð skuldlaus. „Ég vaknaði upp við það að skulda ekki nokkrum manni neitt," segir Palli. „Ég skil ekki hvernig mér tókst þetta," segir Palli, sem var með þrjú hundruð þúsund króna greiðslubyrði á mánuði fram að þeim tíma. Þarna var Palla farið að þyrsta í að gera aðra plötu. Staðráðinn í að endurtaka ekki mistökin frá þeirri síðustu ákvað Palli að fá sér „diskósparigrís" og byrja að leggja fyrir. Þegar kom að því að taka hina geysivinsælu „Allt fyrir ástina" upp átti Palli fyrir henni. „Ávinningurinn er svo miklu meiri ef þú átt fyrir hlutunum. Það reyndist miklu ódýrara að gera plötuna með diskósparigrísnum," segir Palli, og bætir við að það sé af sem áður var. „þetta er fyrsta platan sem ég gef út sem ég fæ laun fyrir. Þannig ég get alveg viðurkennt að buddan hefur þyngst." Palli segist þó aldrei hafa getað gert þetta án þess að leita sér ráðgjafar. „Ég bað um hjálp og ég var tilbúinn til að þiggja hjálp," segir Palli. Orðalagið hljómar ekki ósvipað einhverju sem maður gæti heyrt frá frelsuðum alkóhólista, og Palli segir að ekki úr lausu lofti gripið. „Alkóhólismi og fjárhagsvandræði er bæði byggð á afneitun. Þú lokar augunum fyrir vandamálinu þangað til það verður óyfirstíganlegt," segir Palli, sem hvetur fólk til að leita sér hjálpar áður en stefnir í óefni. Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
„Ég hlakka mikið til," segir popparinn Páll Óskar Hjálmtýsson, sem hyggst á næstunni stuðla að bættri fjárhagslegri heilsu þjóðarinnar sem andlit fjármálaþjónustu Byrs. Verið er að undirbúa auglýsingaherferð með Palla, þar sem námsmannaþjónusta Byrs og verkefni bankans um „fjárhagslega hehilsu" verður kynnt. Þetta er í fyrsta sinn sem Palli tekur að sér álíka verkefni af þessari stærðargráðu. Honum finnst fólk mega gefa meiri gaum að fjárhagslegri heilsu sinni. „Íslendingum finnst sjálfsagt að fara í ræktina, en svo er buddan kannski í lamsessi og fjármálin í molum. Ég ákvað að taka þetta starf að mér því ég hef verið á þessum stað sjálfur," segir Palli, sem sjálfur er ekki ókunnugur fjárhagsvandræðum. „Árið 1999 gaf ég út plötu sem seldist ekkert og ég varð næstum gjaldþrota fyrir vikið," segir Palli, sem sat eftir með fimm milljóna skuld. „Þetta eru tímar sem ég myndi aldrei vilja upplifa aftur," segir Palli sem skar hressilega niður eyðsluna, flutti inn í kjallarann hjá pabba sínum, og tók fjármálin í gegn. Heilum sex árum síðar, árið 2005 bar erfiðið árangur, þegar Palli varð skuldlaus. „Ég vaknaði upp við það að skulda ekki nokkrum manni neitt," segir Palli. „Ég skil ekki hvernig mér tókst þetta," segir Palli, sem var með þrjú hundruð þúsund króna greiðslubyrði á mánuði fram að þeim tíma. Þarna var Palla farið að þyrsta í að gera aðra plötu. Staðráðinn í að endurtaka ekki mistökin frá þeirri síðustu ákvað Palli að fá sér „diskósparigrís" og byrja að leggja fyrir. Þegar kom að því að taka hina geysivinsælu „Allt fyrir ástina" upp átti Palli fyrir henni. „Ávinningurinn er svo miklu meiri ef þú átt fyrir hlutunum. Það reyndist miklu ódýrara að gera plötuna með diskósparigrísnum," segir Palli, og bætir við að það sé af sem áður var. „þetta er fyrsta platan sem ég gef út sem ég fæ laun fyrir. Þannig ég get alveg viðurkennt að buddan hefur þyngst." Palli segist þó aldrei hafa getað gert þetta án þess að leita sér ráðgjafar. „Ég bað um hjálp og ég var tilbúinn til að þiggja hjálp," segir Palli. Orðalagið hljómar ekki ósvipað einhverju sem maður gæti heyrt frá frelsuðum alkóhólista, og Palli segir að ekki úr lausu lofti gripið. „Alkóhólismi og fjárhagsvandræði er bæði byggð á afneitun. Þú lokar augunum fyrir vandamálinu þangað til það verður óyfirstíganlegt," segir Palli, sem hvetur fólk til að leita sér hjálpar áður en stefnir í óefni.
Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira