Páll Óskar verður andlit Byrs 4. júní 2008 15:48 „Ég hlakka mikið til," segir popparinn Páll Óskar Hjálmtýsson, sem hyggst á næstunni stuðla að bættri fjárhagslegri heilsu þjóðarinnar sem andlit fjármálaþjónustu Byrs. Verið er að undirbúa auglýsingaherferð með Palla, þar sem námsmannaþjónusta Byrs og verkefni bankans um „fjárhagslega hehilsu" verður kynnt. Þetta er í fyrsta sinn sem Palli tekur að sér álíka verkefni af þessari stærðargráðu. Honum finnst fólk mega gefa meiri gaum að fjárhagslegri heilsu sinni. „Íslendingum finnst sjálfsagt að fara í ræktina, en svo er buddan kannski í lamsessi og fjármálin í molum. Ég ákvað að taka þetta starf að mér því ég hef verið á þessum stað sjálfur," segir Palli, sem sjálfur er ekki ókunnugur fjárhagsvandræðum. „Árið 1999 gaf ég út plötu sem seldist ekkert og ég varð næstum gjaldþrota fyrir vikið," segir Palli, sem sat eftir með fimm milljóna skuld. „Þetta eru tímar sem ég myndi aldrei vilja upplifa aftur," segir Palli sem skar hressilega niður eyðsluna, flutti inn í kjallarann hjá pabba sínum, og tók fjármálin í gegn. Heilum sex árum síðar, árið 2005 bar erfiðið árangur, þegar Palli varð skuldlaus. „Ég vaknaði upp við það að skulda ekki nokkrum manni neitt," segir Palli. „Ég skil ekki hvernig mér tókst þetta," segir Palli, sem var með þrjú hundruð þúsund króna greiðslubyrði á mánuði fram að þeim tíma. Þarna var Palla farið að þyrsta í að gera aðra plötu. Staðráðinn í að endurtaka ekki mistökin frá þeirri síðustu ákvað Palli að fá sér „diskósparigrís" og byrja að leggja fyrir. Þegar kom að því að taka hina geysivinsælu „Allt fyrir ástina" upp átti Palli fyrir henni. „Ávinningurinn er svo miklu meiri ef þú átt fyrir hlutunum. Það reyndist miklu ódýrara að gera plötuna með diskósparigrísnum," segir Palli, og bætir við að það sé af sem áður var. „þetta er fyrsta platan sem ég gef út sem ég fæ laun fyrir. Þannig ég get alveg viðurkennt að buddan hefur þyngst." Palli segist þó aldrei hafa getað gert þetta án þess að leita sér ráðgjafar. „Ég bað um hjálp og ég var tilbúinn til að þiggja hjálp," segir Palli. Orðalagið hljómar ekki ósvipað einhverju sem maður gæti heyrt frá frelsuðum alkóhólista, og Palli segir að ekki úr lausu lofti gripið. „Alkóhólismi og fjárhagsvandræði er bæði byggð á afneitun. Þú lokar augunum fyrir vandamálinu þangað til það verður óyfirstíganlegt," segir Palli, sem hvetur fólk til að leita sér hjálpar áður en stefnir í óefni. Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Menning Fleiri fréttir Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Sjá meira
„Ég hlakka mikið til," segir popparinn Páll Óskar Hjálmtýsson, sem hyggst á næstunni stuðla að bættri fjárhagslegri heilsu þjóðarinnar sem andlit fjármálaþjónustu Byrs. Verið er að undirbúa auglýsingaherferð með Palla, þar sem námsmannaþjónusta Byrs og verkefni bankans um „fjárhagslega hehilsu" verður kynnt. Þetta er í fyrsta sinn sem Palli tekur að sér álíka verkefni af þessari stærðargráðu. Honum finnst fólk mega gefa meiri gaum að fjárhagslegri heilsu sinni. „Íslendingum finnst sjálfsagt að fara í ræktina, en svo er buddan kannski í lamsessi og fjármálin í molum. Ég ákvað að taka þetta starf að mér því ég hef verið á þessum stað sjálfur," segir Palli, sem sjálfur er ekki ókunnugur fjárhagsvandræðum. „Árið 1999 gaf ég út plötu sem seldist ekkert og ég varð næstum gjaldþrota fyrir vikið," segir Palli, sem sat eftir með fimm milljóna skuld. „Þetta eru tímar sem ég myndi aldrei vilja upplifa aftur," segir Palli sem skar hressilega niður eyðsluna, flutti inn í kjallarann hjá pabba sínum, og tók fjármálin í gegn. Heilum sex árum síðar, árið 2005 bar erfiðið árangur, þegar Palli varð skuldlaus. „Ég vaknaði upp við það að skulda ekki nokkrum manni neitt," segir Palli. „Ég skil ekki hvernig mér tókst þetta," segir Palli, sem var með þrjú hundruð þúsund króna greiðslubyrði á mánuði fram að þeim tíma. Þarna var Palla farið að þyrsta í að gera aðra plötu. Staðráðinn í að endurtaka ekki mistökin frá þeirri síðustu ákvað Palli að fá sér „diskósparigrís" og byrja að leggja fyrir. Þegar kom að því að taka hina geysivinsælu „Allt fyrir ástina" upp átti Palli fyrir henni. „Ávinningurinn er svo miklu meiri ef þú átt fyrir hlutunum. Það reyndist miklu ódýrara að gera plötuna með diskósparigrísnum," segir Palli, og bætir við að það sé af sem áður var. „þetta er fyrsta platan sem ég gef út sem ég fæ laun fyrir. Þannig ég get alveg viðurkennt að buddan hefur þyngst." Palli segist þó aldrei hafa getað gert þetta án þess að leita sér ráðgjafar. „Ég bað um hjálp og ég var tilbúinn til að þiggja hjálp," segir Palli. Orðalagið hljómar ekki ósvipað einhverju sem maður gæti heyrt frá frelsuðum alkóhólista, og Palli segir að ekki úr lausu lofti gripið. „Alkóhólismi og fjárhagsvandræði er bæði byggð á afneitun. Þú lokar augunum fyrir vandamálinu þangað til það verður óyfirstíganlegt," segir Palli, sem hvetur fólk til að leita sér hjálpar áður en stefnir í óefni.
Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Menning Fleiri fréttir Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Sjá meira