Innlent

Missti stýrið úti á hafi

Frá Raufarhöfn.
Frá Raufarhöfn.

Stýrið datt af níu tonna fiskibáti þegar hann var staddur sjö sjómílur austur af Raufarhöfn í nótt. Við það varð báturinn stjórnlaus og kölluðu skipverjar eftir aðstoð.

Björgunarskipið Gunnbjörg frá Raufarhöfn var mannað og hélt til aðstoðar. Gott veður var á svæðinu og gekk vel að draga bárinn til hafnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×