Lífið

ABBA-stjarna ekki hrifin af Eurovison

Bjorn Ulvaeus. MYND/AFP
Bjorn Ulvaeus. MYND/AFP

Bjorn Ulvaeus, einn af fjórum meðlimum sænsku hljómsveitarinnar Abba, er ekki yfir sig hrifinn af söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva - Eurovision.

Sveitin sigraði keppnina þegar hún fór fram í Brighton í Bretlandi í apríl 1974 með laginu Waterloo.

,,Það kemur mér á óvart að lögin í Eurovision eru ekki betri," hafa breskir fjölmiðlar eftir Bjorn. ,,Ég hafði búist við að keppnin myndi laða að sér betri höfunda."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.