Lífið

Drukkinn Darth Vader ræðst á stofnanda Jedi-kirkjunnar

Maður sem klæddi sig upp sem Darth Vader og lúskraði á Barney Jones, stofnanda Jedi-kirkjunnar í Bretlandi, slapp naumlega við fangelsisvist fyrir athæfið. Arwel Wynne Hughes, sem er 27 ára alkólisti, réðst á Jones og frænda hans og meðstofnanda Michael þegar þeir voru að mynda sig að slást með geislasverð. Vopnaður málmhækju barði maðurinn Jones í höfuðið og kýldi frænda hans í lærið.

Hughes var fyrir vikið dæmdur til að greiða fórnarlömunum hundrað pund hvoru í bætur, og til tveggja mánaða fangelsisvistar. Hún var skilorðsbundin þegar það kom í ljós að hann hafði verið ofurölvi þegar hann framdi verknaðinn, og mundi ekkert eftir honum fyrr en myrk öfl yfirvalda náðu honum. Lögfræðingur Hughes sagði hann miður sín, og hann væri að gera sitt besta til að vinna baráttuna við Bakkus.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.