Íslenski boltinn

Tvíburarnir fara ekki frá FH

Elvar Geir Magnússon skrifar
Arnar og Bjarki gerðu góða hluti sem þjálfarar hjá ÍA seinni hluta sumarsins 2006.
Arnar og Bjarki gerðu góða hluti sem þjálfarar hjá ÍA seinni hluta sumarsins 2006.

Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa verið orðaðir við þjálfarastöðuna hjá HK eftir að Gunnar Guðmundsson var rekinn í gær.

Sumarið 2006 tóku þeir við stjórnartaumunum hjá ÍA um mitt sumar og gerðu góða hluti.

Í dag eru þeir leikmenn FH en Pétur Stephensen, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar félagsins, sagði við Fótbolta.net að þeir væru ekki á förum frá félaginu.

„Það er alveg ljóst að Arnar og Bjarki ætla sér að enda tímabilið sem Íslandsmeistarar með FH og eru því ekki á förum frá félaginu," sagði Pétur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×