Leikkonan Meryl Streep, 59 ára, sem leikur á móti Pierce Brosnan í myndinni Mamma mia sem frumsýnd er á Íslandi í dag heldur því fram að nóg er af hlutverkum fyrir gömlu leikarana. Hún segir lýtaaðgerðir algerlega óþarfar.
„Ég einfaldlega næ þessu ekki. Ég held að fólk ætti að taka opnum örmum á móti ellinni og fagna tilverunni," segir Streep.
„Ég hélt að ég væri útrunnin þegar ég varð fertug því ástæðurnar eru óteljandi. Það góða við að eldast er að í áheyrnarprófunum er maður ekki lengur beðinn um að leika ungu fallegu aðalleikkonuna í verkinu."