Lífið

Posh slapp með skrekkinn frá flugatviki

Posh lét paparassana ekki góma sig ómálaða á flugvellinum.
Posh lét paparassana ekki góma sig ómálaða á flugvellinum.
Victoria Beckham slapp með skrekkinn í gær þegar flugvél sem hún var farþegi í þurfti að hætta við flugtak á Los Angeles flugvelli. Posh hafði ásamt sonum sínum tveimur nýkomið sér fyrir í vélinni á leið til London. Skömmu fyrir flugtak negldi flugstjórinn niður bremsurnar eftir að fugl lenti í einum hreyflanna. Farþegar voru skelfingu lostnir, og þurfti að kalla til slökkvilið til að slökkva eld í hreyflinum.

Fyrir Posh var skelfilegasti hluti lífsreynslunnar þó líklega sá að hún var nýbúin að skipta yfir í náttföt sem henni voru færð á fyrsta farrými, og þrífa framan úr sér farðann. Farþegi sem sat nokkrum sætaröðum fyrir aftan kryddstúlkuna sagði við The Sun dagblaðið að atvikið hefði verið afar skelfilegt, en að hún hafi virst nokkuð róleg yfir atvikinu. Hún hafi þó verið í vélinni löngu eftir að búið var að flytja aðra farþega frá borði. Enda hafi hún þurft að skipta um föt og snyrta sig aftur áður en hún gat yfirgefið vélina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.