Íslenski boltinn

Breiðablik og KR drógust saman

Elvar Geir Magnússon skrifar

Búið er að draga í undanúrslit VISA-bikarsins en það var gert í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu.

Möguleiki er á drauma-úrslitaleik í kvennaflokki en Stjarnan og Valur eigast við og KR mætir Breiðabliki.

Í karlaflokki mætast Breiðablik og KR annarsvegar og Fylkir og Fjölnir hinsvegar. Undanúrslitaleikirnir verða á Laugardalsvelli.

Fylgst var með drættinum hér á Vísi.

12:12 Þá er það í karlaflokki:

Breiðablik - KR

Fylkir - Fjölnir

12:11 Byrjað er á kvennaflokki:

Stjarnan - Valur

KR - Breiðablik

12:08 Drátturinn er hafinn.

12:00 Tilkynnt er að um tíu mínútur séu í dráttinn.

11:58 Fólk er að mæta til leiks hér á Laugardalsvelli. Áður en drátturinn fer fram þá mun fólk gæða sér á hágæða veitingum.

Félögin sem eru í skálinni í kvennaflokki eru:

  • Breiðablik
  • KR
  • Stjarnan
  • Valur

Félögin sem eru í skálinni í karlaflokki eru:

  • Breiðablik
  • Fjölnir
  • Fylkir
  • KR

















Fleiri fréttir

Sjá meira


×