Íslenski boltinn

Boltavaktin: FH 3 - Breiðablik 0

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins er með beina lýsingu frá frestaðri viðureign FH og Breiðabliks í átjándu umferð Landsbankadeildar karla.

Mikilvægi leiksins er mikið en ef FH mistekst að fá þrjú stig í dag verður Keflavík um leið Íslandsmeistari.

Hægt er að fylgjast með leiknum á Miðstöð Boltavaktarinnar þar sem hægt er að smella á viðkomandi leik, sem og á forsíðu íþróttavefs Vísis.

Breiðablik á ekki lengur möguleika á því að ná í Evrópusæti og hefur því að engu að keppa í leiknum nema að bæta stöðu sína í deildinni fyrir lokaumferðina. Blikar eru í sjötta sæti deildarinnar með 30 stig.

FH á hins vegar enn möguleika á því að verða Íslandsmeistari. Til þess verður liðið að vinna Breiðablik í dag og Fylki á laugardaginn. Auk þess að treysta á að Keflavík vinni ekki sinn leik um helgina, gegn Fram.

Keflavík er í efsta sæti deildarinnar með 46 stig eftir 21 leik og FH í því öðru með 41 stig eftir 20 leiki.

Breiðablik hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum, fyrir Fylki og Keflavík. FH-ingar unnu Keflvíkinga eftirminnilega í síðasta leik sínum, 3-2, en töpuðu þar áður illa fyrir Fram, 4-1.

Tryggvi Guðmundsson og Dennis Siim eru báðir í þeirri stöðu að þeir voru dæmdir í leikbann á fundi aganefndar í gær. Bannið tekur hins vegar ekki gildi fyrr en á hádegi á föstudag og geta þeir því báðir spilað í kvöld.

Leikmenn Keflavíkur munu fylgjast náið með leiknum enda geta þeir orðið Íslandsmeistarar í kvöld sem fyrr segir.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×