Lífið

Brosir bara ef eitthvað fer úskeiðis

Anna Rún hefur kynnt dagskrá Sjónvarpsins í hálft ár og upplifað stressið sem fylgir því að vera í beinni útsendingu.
Anna Rún hefur kynnt dagskrá Sjónvarpsins í hálft ár og upplifað stressið sem fylgir því að vera í beinni útsendingu.

"Nú hef ég bara starfað í þulunni í hálft ár og sem betur fer ekki lent í neinu átakanlegu. Minnisstæðasta kvöldið er þó þegar Bafta verðlaunin voru sýnd og við fengum uppgefinn rangan sýningartíma að utan en við ætluðum að sýna frá verðlaununum klukkustund á eftir útsendingunni ytra," segir Anna Rún Frímannsdóttir sjónvarpsþula.

Með stelpunum í Efstaleiti. Sigríður þula, Lovísa fréttamaður og Anna Rún.

"En svo þegar við áttum að fara í loftið að þá voru einungis nokkrar mínútur eftir af verðlaunaafhendingunni og dagskráin því öll komin í rugl. Þá hófst mikil samvinna í aðalstjórninni að leysa úr vandanum og ég hafði einungis fáeinar mínútur til að breyta textanum mínum og á þeim tíma þurfti ég að googla upplýsingar um myndina sem við ætluðum að troða inn í dagskrána."

"Þetta hafðist allt. Ég var orðin svolítið stressuð að ég myndi ekki ná þessu en ég stökk inn í myndverið og náði að brosa og afsaka breytinguna sem orðið hafði á dagskránni eins og ekkert hefði í skorist. Svo þurfti ég að afsaka tafirnar aftur og aftur allt kvöldið ef ske kynni að einhver hefði ekki heyrt þetta svo já þetta var svona eftirminnilegasta kvöldið verð ég að segja."

"En sem betur fer hefur þetta verið frekar áreynslulaust enda brosir maður bara og heldur sínu striki ef eitthvað fer úrskeiðis. Þetta byggir jú allt á því að láta ekki á neinu bera," segir Annar Rún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.