Enski boltinn

Sir Alex hrósar Styles

Elvar Geir Magnússon skrifar
Markvörður Bolton mótmælir vítaspyrnudómnum.
Markvörður Bolton mótmælir vítaspyrnudómnum.

Sir Alex Ferguson hefur hrósað dómaranum Rob Styles fyrir að viðurkenna mistök sín. Styles dæmdi ranglega vítaspyrnu þegar Jlloyd Samuel náði knettinum af Cristiano Ronaldo í leik Manchester United og Bolton um helgina.

Styles hefur viðurkennt mistök sín og beðið Bolton afsökunar. „Það er mjög jákvætt að hann hefur gert það. Ég held að það varpi öðru ljósi á umræðuna," sagði Ferguson, stjóri United.

„Hann sýnir karakter með þessu og það gerir hann meiri mann að viðurkenna mistök sín. Hann á því skilið hrós fyrir þetta," sagði Ferguson.

Í enska boltanum tíðkast það að dómurum sé refsað fyrir stór mistök með því að fá ekki að dæma í næstu umferð úrvalsdeildarinnar. Styles fær þó ekki refsingu og mun dæma leik Tottenham og Hull næsta sunnudag.


Tengdar fréttir

Ronaldo viðurkenndi mistök dómarans

Kevin Nolan, fyrirliði Bolton, segir að Cristiano Ronaldo og félagar hans í liði Manchester United hafi allir viðurkennt að Ronaldo hefði aldrei átt að fá dæmda vítaspyrnu í leik liðanna á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×