Erlent

Grunuð um að myrða indverska nunnu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Tveir kaþólskir prestar og ein nunna hafa verið handtekin á Indlandi, grunuð um að hafa myrt nunnu árið 1992.

Rannsókn málsins hefur staðið yfir í 16 ár síðan lík nunnunnar fannst í brunni í Kerala í suðurhluta Indlands. Árið 1994 tók indverska alríkislögreglan við rannsókn málsins af lögreglunni á morðstaðnum og síðan hafa 12 tilraunir verið gerðar til að leysa morðgátuna. Verjandi hinna handteknu heldur sakleysi þeirra fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×