Erlent

Danir draga úr aðstoð við börn með sértæka örðugleika

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Myndin tengist ekki efni fréttarinnar.
Myndin tengist ekki efni fréttarinnar.

Færri börn með sértæka náms- eða hegðunarörðugleika munu njóta aðstoðar sérstakra stuðningsstofnana á borð við sérskóla í Kaupmannahöfn en verið hefur.

Þetta er megininntakið í nýrri þriggja ára áætlun skólayfirvalda borgarinnar sem tekur gildi þar í dag. Meginhugmyndin er að forgangsraða eins og mögulegt er í skólakerfinu og ná þannig fram sparnaði.

Aukin menntun leik- og grunnskólakennara er hluti af áætluninni svo hægt sé að kenna börnum með námsörðugleika í almennum skólum framvegis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×