Erlent

Norskir heróínfíklar hætta meðferð unnvörpum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Norskir heróínfíklar sem komnir eru í meðferð hætta henni nú í stórum stíl og er ástandið orðið þannig að 50 prósent fleiri heróínfíklar detta nú út úr meðferðinni en fyrir fimm árum.

Margir þeirra sem hætta eiga sér ekki annað heimili en götuna og algengt er að of stór skammtur heróíns verði þeim að bana sem nýkomnir eru út af meðferðarstofnun. Staðan er orðin þannig núna að 73 prósent heróínfíkla sem hefja meðferð í Noregi hætta henni að eigin ósk miðað við 18 prósent árið 2001.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×