Enski boltinn

Grant sakar enska fjölmiðla um lygar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Avram Grant, knattspyrnustjóri Chelsea, á blaðamannafundinum í dag.
Avram Grant, knattspyrnustjóri Chelsea, á blaðamannafundinum í dag. Nordic Photos / Getty Images

Avram Grant sagði á blaðamannafundi í dag að enskir fjölmiðlar hefðu borið margar lygar upp á sig og félagið sitt, Chelsea.

Mikil umfjöllun hefur verið um stöðu Grant sem knattspyrnustjóra Chelsea eftir að liðið tapaði fyrir Tottenham í úrslitaleik deildabikarkeppninnar.

Grant sakaði fjölmiðla um lygar og skort á virðingu fyrir því sem hann hefur áorkað.

„Ég ber virðingu fyrir fjölmiðlum í Englandi - jafnvel þegar þið afskrifuðu mig þegar ég tók við starfinu en síðan þá hef ég heyrt margar lygar. Þið eruð að reyna að skadda liðið og félagið af því að við höfum aðeins tapað einum leik."

Mikið hefur verið af sögusögnum um óánægju leikmanna með starfsaðferðir Grant og að Frank Arnesen vilji fá Frank Rijkaard frá Barcelona til að taka við félaginu.

Grant gagnrýndi einnig þá staðhæfingu að eigandi Chelsea, Roman Abramovich, hafi nú áhrif á val í byrjunarliðið eftir að hann tók við liðinu.

„Roman Abramovich hefur aldrei sagt mér að einhver ákveðinn leikmaður þurfi að spila. Hann hefur aldrei sagt mér að velja liðið á einhvern ákveðinn hátt. Ég er við stjórnvölinn. Þið verðið að virða það við mig."

„Þið hafið ekki hagað ykkur vel. Við töpuðum einum leik og þið fóruð yfir strikið. Þið skaðið leikmennina og félagið og líkar mér það ekki."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×