Enski boltinn

Cousin ekki til Fulham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Daniel Cousin fagnar marki með Rangers í haust.
Daniel Cousin fagnar marki með Rangers í haust. Nordic Photos / Getty Images

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur komið í veg fyrir félagaskipti Daniel Cousin frá Rangers til Fulham.

Cousin hefur þegar leikið með tveimur félögum, Lens og Rangers, á þessu almanaksári FIFA og má hann því ekki leika með því þriðja fyrr nýtt tímabil hefst formlega hjá FIFA, þann 1. júlí næstkomandi.

Gengið var frá kaupunum í síðasta mánuði en Fulham keypti kappann á þrjár milljónir punda.

Það er þó ekki útilokað að Cousin gangi til liðs við Fulham næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×