Innlent

Annríki á Mærudögum á Húsavík

MYND/Guðmundur

Nokkur erill var hjá lögreglunni á Húsavík í nótt. Nú standa þar yfir Mærudagar og telur lögreglan að fimm til sex þúsund manns hafi verið í bænum um helgina. Einn var fluttur á slysadeild eftir að hafa fallið niður hringstiga á veitingastað í bænum í nótt og voru tveir fluttir á slysadeild með skurði eftir slagsmál.

Lögregla segir hátíðina þó hafa að mestu farið vel fram og blíðskaparveður hafi leikið við gesti alla helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×