Lífið

Áhugaleikhópurinn Sýnir sýnir spunaverk

Frá leikhópnum
Frá leikhópnum

Leiksýningin Eyjan er spunaverk sem segir sögu þriggja mismunandi kvenna sem festast saman á eyðieyju eftir hræðilegt flugslys og verða að takast á við hin nýja raunveruleika.

Ekki er allt sem sýnist á eyjunni og stuttu eftir komu þeirra á eyjuna byrja mörkin milli draums og veruleika að mást út. Innan skamms eru konurnar þrjár komnar í baráttu upp á líf og dauða, sannleika og lygar.

Áhugaleikhópurinn Sýnir hefur starfað um margra ára bil og sýnt fjölmargar mismunandi sýningar utandyra. Leikhópurinn er metnaðarfullur og hefur á starfsferli spannað flest allar gerðir leiklistar.

Verkið er frumraun Snæbjörns Brynjarssonar nýútskrifaðs nemanda úr leiklistardeild listaháskólans, en það er skrifað í sameiningu af öllum þeim sem komu að sýningunni. Leikkonur eru Guðrún Sóley Sigurðardóttir, Kristín Svanhildur Helgadóttir og Ingrid Karlsdóttir, en allar hafa þær talsverða reynslu að baki og hafa sótt ýmis námskeið tengd leiklistinni.

Leikhópurinn mun sýna á mörgum stöðum út um allt land, t.d. Akureyri um Verlsunarmannahelgina og á Fiskideginum mikla á Dalvík, en fyrst og fremst í Hellisgerði í Hafnarfirði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.