Enski boltinn

United spilar við Aberdeen í sumar

AFP

Manchester United hefur samþykkt að spila vináttuleik við skoska liðið Aberdeen laugardaginn 12. júlí í sumar. Þar mætir Alex Ferguson gamla liðinu sínu í sérstökum afmælisleik þar sem þess verður minnst að aldarfjórðungur er síðan liðið varð Evrópumeistari bikarhafa undir stjórn Ferguson.

Ferguson náði frábærum árangri í tíð sinni hjá Aberdeen í kring um 1980 þar sem hann vann m.a. þrjá meistaratitla og skoska bikarinn árið 1982. Fræknasti sigur hans var þó án efa sigurinn í Evrópukeppninni þar sem skoska liðið sló út bæði Bayern Munchen og Real Madrid á leið sinni að titlinum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×