10 óvæntustu úrslit í sögu enska bikarsins 11. mars 2008 14:56 Barnsley sló Chelsea út úr bikarnum um helgina NordcPhotos/GettyImages Lið Barnsley hefur náð að rita nafn sitt í sögubækurnar í enska bikarnum að undanförnu með því að slá út bæði Liverpool og Chelsea á leið sinni í undanúrslit keppninnar. Breska blaðið Sun tók í tilefni af því saman lista yfir 10 af óvæntustu úrslitum í sögu þessarar sögufrægu bikarkeppni og til marks um afrek Barnsley liðsins komast báðir sigrar þess inn á listann. 10. West Ham 1 - Arsenal 0 (1980) West Ham var síðasta liðið utan efstu deildar til að vinna enska bikarinn. Trevor Brooking var ekki þekktur fyrir að vera sérstakur skallamaður, skoraði sigurmarkið með skalla á Wembley og tryggði litla liðinu óvæntan sigur. 9. Sunderland 1 - Leeds 0 (1973) Leeds liðið var handhafi bikarsins þetta árið og flestir spáðu því að liðið mundi endurtaka leikinn þegar það mætti B-deildarliði Sunderland í úrslitum. Annað kom hinsvegar á daginn og Ian Porterfield skoraði sigurmarkið um miðjan fyrri hálfleik. Markvörðurinn Jim Montgomery var hetja Sunderland í leiknum þegar hann varði ótrúlega frá Peter Lorimer og hindraði að Leeds jafnaði leikinn. 8. Bornemouth 2 - Man Utd 0 (1984) Manchester United var ekki sama stórveldið á þessum tíma og það er í dag, en liðið var engu að síður ríkjandi bikarmeistari þegar það mætti C-deildarliði Bournemouth í þriðju umferð keppninnar. Þetta var aðeins fyrsti af mörgum glæstum bikarsigrum Harry Redknapp sem þjálfara á ferlinum, en hann var þá stjóri Bournemouth. 7. Colchester 3 - Leeds 2 (1971) Leeds hafði komist í bikarúrslitaleikinn árin tvö á undan og lyfti bikarnum ári eftir þennan leik. Í fimmtu umferðinni 1971 upplifði liðið þó martröð þegar það var slegið út af D-deildarliði Colchester, sem komst í 3-0 í leiknum áður en Leeds náði að minnka muninn. 6. Liverpool 1 - Barnsley 2 (2008) Það var í þessum leik sem ótrúleg bikarsyrpa Barnsley liðsins hófst í ár. Liverpool hvíldi nokkra af lykilmönnum sínum og það virtist ekki ætla að koma að sök þegar Dirk Kuyt kom þeim rauklæddu yfir í leiknum. Steve Foster jafnaði hinsvegar leikinn fyrir Barnsley og Brian Howard stimplaði nafn sitt í sögubækurnar með dramatísku sigurmarki á Anfield. Leikmenn Barnsley fagna sigrinum á LiverpoolNordicPhotos/GettyImages 5. Barnsley 1 - Chelsea 0 Byrjunarlið Chelsea í leiknum kostaði hátt í 16 milljarða króna og innihélt stjörnur á borð við Michael Ballack og John Terry. Barnsley-mönnum var slétt sama um það og fylgdu eftir ótrúlegum sigri á Liverpool með því að slá Chelsea úr keppni. Kayode Odejayi skoraði sigurmarkið með skalla og tryggði Barnsley sæti í undanúrslitum keppninnar í fyrsta skipti síðan fyrir fyrri heimsstyrjöld. 4. Sutton 2 - Coventry 1 (1989) Coventry var í sjötta sæti í efstu deild og hafði orðið bikarmeistari á Englandi aðeins tveimur árum áður. Liðinu var hinsvegar kippt hressilega niður á jörðina af áhugamönnunum í Sutton. Síðan þá hefur engu utandeildarliði tekist að slá út lið í efstu deild í keppninni. 3. Yeovil 2 - Sunderland 1 (1949) Sunderland var í efstu deild og leitt áfram af hinum magnaða Len Shackleton. Liðið þurfti þó að sætta sig við að vera auðmýkt af utandeildarliðinu Yeovil í þokunni á Huish Park í fjórðu umferð bikarsins. Þetta er enn stærsta augnablik í sögu liðsins. 2. Wrexham 2 - Arsenal 1 (1992) Arsenal varð enskur meistari leiktíðinna á undan, en Wrexham vermdi botnsætið í B-deildinni. Það hafði hinsvegar lítið að segja þegar þessi lið mættust í sígildum leik í þriðju umferðinni á Racecource, heimavelli Wrexham. Arsenal náði 1-0 forystu í leiknum en þeir Mickey Thomas og Steve Watkin tryggðu Wrexham ótrúlegan sigur. 1. Hereford 2 - Newcastle 1 (1972) Utandeildarliðið Hereford gerði jafntefli við Newcastle á útivelli í fyrri leik liðanna í þriðju umferðinni þetta árið og lengi vel leit út fyrir sigur Newcastle í síðari leiknum. Markamaskínan Malcom Macdonald hafði komið Newcastle yfir í leiknum, en þrumufleygur Ronnie Radford jafnaði leikinn fyrir heimamenn. Fagnaðarlætin sem brutust út eftir jöfnunarmarkið voru líkari óeirðum og fylltist völlurinn af áhorfendum á augabragði. Þegar tókst að rýma völlinn hélt leikur áfram og svo fór að lokum að Ricky George tryggði Hereford þennan sögulega sigur með marki í framlengingunni. Mark hans olli viðlíka tryllingi á vellinum, en upp úr stendur þrumufleygur Ronnie Radford - sannarlega eitt eftirminnilegasta mark í sögu enska boltans. Enski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Lið Barnsley hefur náð að rita nafn sitt í sögubækurnar í enska bikarnum að undanförnu með því að slá út bæði Liverpool og Chelsea á leið sinni í undanúrslit keppninnar. Breska blaðið Sun tók í tilefni af því saman lista yfir 10 af óvæntustu úrslitum í sögu þessarar sögufrægu bikarkeppni og til marks um afrek Barnsley liðsins komast báðir sigrar þess inn á listann. 10. West Ham 1 - Arsenal 0 (1980) West Ham var síðasta liðið utan efstu deildar til að vinna enska bikarinn. Trevor Brooking var ekki þekktur fyrir að vera sérstakur skallamaður, skoraði sigurmarkið með skalla á Wembley og tryggði litla liðinu óvæntan sigur. 9. Sunderland 1 - Leeds 0 (1973) Leeds liðið var handhafi bikarsins þetta árið og flestir spáðu því að liðið mundi endurtaka leikinn þegar það mætti B-deildarliði Sunderland í úrslitum. Annað kom hinsvegar á daginn og Ian Porterfield skoraði sigurmarkið um miðjan fyrri hálfleik. Markvörðurinn Jim Montgomery var hetja Sunderland í leiknum þegar hann varði ótrúlega frá Peter Lorimer og hindraði að Leeds jafnaði leikinn. 8. Bornemouth 2 - Man Utd 0 (1984) Manchester United var ekki sama stórveldið á þessum tíma og það er í dag, en liðið var engu að síður ríkjandi bikarmeistari þegar það mætti C-deildarliði Bournemouth í þriðju umferð keppninnar. Þetta var aðeins fyrsti af mörgum glæstum bikarsigrum Harry Redknapp sem þjálfara á ferlinum, en hann var þá stjóri Bournemouth. 7. Colchester 3 - Leeds 2 (1971) Leeds hafði komist í bikarúrslitaleikinn árin tvö á undan og lyfti bikarnum ári eftir þennan leik. Í fimmtu umferðinni 1971 upplifði liðið þó martröð þegar það var slegið út af D-deildarliði Colchester, sem komst í 3-0 í leiknum áður en Leeds náði að minnka muninn. 6. Liverpool 1 - Barnsley 2 (2008) Það var í þessum leik sem ótrúleg bikarsyrpa Barnsley liðsins hófst í ár. Liverpool hvíldi nokkra af lykilmönnum sínum og það virtist ekki ætla að koma að sök þegar Dirk Kuyt kom þeim rauklæddu yfir í leiknum. Steve Foster jafnaði hinsvegar leikinn fyrir Barnsley og Brian Howard stimplaði nafn sitt í sögubækurnar með dramatísku sigurmarki á Anfield. Leikmenn Barnsley fagna sigrinum á LiverpoolNordicPhotos/GettyImages 5. Barnsley 1 - Chelsea 0 Byrjunarlið Chelsea í leiknum kostaði hátt í 16 milljarða króna og innihélt stjörnur á borð við Michael Ballack og John Terry. Barnsley-mönnum var slétt sama um það og fylgdu eftir ótrúlegum sigri á Liverpool með því að slá Chelsea úr keppni. Kayode Odejayi skoraði sigurmarkið með skalla og tryggði Barnsley sæti í undanúrslitum keppninnar í fyrsta skipti síðan fyrir fyrri heimsstyrjöld. 4. Sutton 2 - Coventry 1 (1989) Coventry var í sjötta sæti í efstu deild og hafði orðið bikarmeistari á Englandi aðeins tveimur árum áður. Liðinu var hinsvegar kippt hressilega niður á jörðina af áhugamönnunum í Sutton. Síðan þá hefur engu utandeildarliði tekist að slá út lið í efstu deild í keppninni. 3. Yeovil 2 - Sunderland 1 (1949) Sunderland var í efstu deild og leitt áfram af hinum magnaða Len Shackleton. Liðið þurfti þó að sætta sig við að vera auðmýkt af utandeildarliðinu Yeovil í þokunni á Huish Park í fjórðu umferð bikarsins. Þetta er enn stærsta augnablik í sögu liðsins. 2. Wrexham 2 - Arsenal 1 (1992) Arsenal varð enskur meistari leiktíðinna á undan, en Wrexham vermdi botnsætið í B-deildinni. Það hafði hinsvegar lítið að segja þegar þessi lið mættust í sígildum leik í þriðju umferðinni á Racecource, heimavelli Wrexham. Arsenal náði 1-0 forystu í leiknum en þeir Mickey Thomas og Steve Watkin tryggðu Wrexham ótrúlegan sigur. 1. Hereford 2 - Newcastle 1 (1972) Utandeildarliðið Hereford gerði jafntefli við Newcastle á útivelli í fyrri leik liðanna í þriðju umferðinni þetta árið og lengi vel leit út fyrir sigur Newcastle í síðari leiknum. Markamaskínan Malcom Macdonald hafði komið Newcastle yfir í leiknum, en þrumufleygur Ronnie Radford jafnaði leikinn fyrir heimamenn. Fagnaðarlætin sem brutust út eftir jöfnunarmarkið voru líkari óeirðum og fylltist völlurinn af áhorfendum á augabragði. Þegar tókst að rýma völlinn hélt leikur áfram og svo fór að lokum að Ricky George tryggði Hereford þennan sögulega sigur með marki í framlengingunni. Mark hans olli viðlíka tryllingi á vellinum, en upp úr stendur þrumufleygur Ronnie Radford - sannarlega eitt eftirminnilegasta mark í sögu enska boltans.
Enski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira