10 óvæntustu úrslit í sögu enska bikarsins 11. mars 2008 14:56 Barnsley sló Chelsea út úr bikarnum um helgina NordcPhotos/GettyImages Lið Barnsley hefur náð að rita nafn sitt í sögubækurnar í enska bikarnum að undanförnu með því að slá út bæði Liverpool og Chelsea á leið sinni í undanúrslit keppninnar. Breska blaðið Sun tók í tilefni af því saman lista yfir 10 af óvæntustu úrslitum í sögu þessarar sögufrægu bikarkeppni og til marks um afrek Barnsley liðsins komast báðir sigrar þess inn á listann. 10. West Ham 1 - Arsenal 0 (1980) West Ham var síðasta liðið utan efstu deildar til að vinna enska bikarinn. Trevor Brooking var ekki þekktur fyrir að vera sérstakur skallamaður, skoraði sigurmarkið með skalla á Wembley og tryggði litla liðinu óvæntan sigur. 9. Sunderland 1 - Leeds 0 (1973) Leeds liðið var handhafi bikarsins þetta árið og flestir spáðu því að liðið mundi endurtaka leikinn þegar það mætti B-deildarliði Sunderland í úrslitum. Annað kom hinsvegar á daginn og Ian Porterfield skoraði sigurmarkið um miðjan fyrri hálfleik. Markvörðurinn Jim Montgomery var hetja Sunderland í leiknum þegar hann varði ótrúlega frá Peter Lorimer og hindraði að Leeds jafnaði leikinn. 8. Bornemouth 2 - Man Utd 0 (1984) Manchester United var ekki sama stórveldið á þessum tíma og það er í dag, en liðið var engu að síður ríkjandi bikarmeistari þegar það mætti C-deildarliði Bournemouth í þriðju umferð keppninnar. Þetta var aðeins fyrsti af mörgum glæstum bikarsigrum Harry Redknapp sem þjálfara á ferlinum, en hann var þá stjóri Bournemouth. 7. Colchester 3 - Leeds 2 (1971) Leeds hafði komist í bikarúrslitaleikinn árin tvö á undan og lyfti bikarnum ári eftir þennan leik. Í fimmtu umferðinni 1971 upplifði liðið þó martröð þegar það var slegið út af D-deildarliði Colchester, sem komst í 3-0 í leiknum áður en Leeds náði að minnka muninn. 6. Liverpool 1 - Barnsley 2 (2008) Það var í þessum leik sem ótrúleg bikarsyrpa Barnsley liðsins hófst í ár. Liverpool hvíldi nokkra af lykilmönnum sínum og það virtist ekki ætla að koma að sök þegar Dirk Kuyt kom þeim rauklæddu yfir í leiknum. Steve Foster jafnaði hinsvegar leikinn fyrir Barnsley og Brian Howard stimplaði nafn sitt í sögubækurnar með dramatísku sigurmarki á Anfield. Leikmenn Barnsley fagna sigrinum á LiverpoolNordicPhotos/GettyImages 5. Barnsley 1 - Chelsea 0 Byrjunarlið Chelsea í leiknum kostaði hátt í 16 milljarða króna og innihélt stjörnur á borð við Michael Ballack og John Terry. Barnsley-mönnum var slétt sama um það og fylgdu eftir ótrúlegum sigri á Liverpool með því að slá Chelsea úr keppni. Kayode Odejayi skoraði sigurmarkið með skalla og tryggði Barnsley sæti í undanúrslitum keppninnar í fyrsta skipti síðan fyrir fyrri heimsstyrjöld. 4. Sutton 2 - Coventry 1 (1989) Coventry var í sjötta sæti í efstu deild og hafði orðið bikarmeistari á Englandi aðeins tveimur árum áður. Liðinu var hinsvegar kippt hressilega niður á jörðina af áhugamönnunum í Sutton. Síðan þá hefur engu utandeildarliði tekist að slá út lið í efstu deild í keppninni. 3. Yeovil 2 - Sunderland 1 (1949) Sunderland var í efstu deild og leitt áfram af hinum magnaða Len Shackleton. Liðið þurfti þó að sætta sig við að vera auðmýkt af utandeildarliðinu Yeovil í þokunni á Huish Park í fjórðu umferð bikarsins. Þetta er enn stærsta augnablik í sögu liðsins. 2. Wrexham 2 - Arsenal 1 (1992) Arsenal varð enskur meistari leiktíðinna á undan, en Wrexham vermdi botnsætið í B-deildinni. Það hafði hinsvegar lítið að segja þegar þessi lið mættust í sígildum leik í þriðju umferðinni á Racecource, heimavelli Wrexham. Arsenal náði 1-0 forystu í leiknum en þeir Mickey Thomas og Steve Watkin tryggðu Wrexham ótrúlegan sigur. 1. Hereford 2 - Newcastle 1 (1972) Utandeildarliðið Hereford gerði jafntefli við Newcastle á útivelli í fyrri leik liðanna í þriðju umferðinni þetta árið og lengi vel leit út fyrir sigur Newcastle í síðari leiknum. Markamaskínan Malcom Macdonald hafði komið Newcastle yfir í leiknum, en þrumufleygur Ronnie Radford jafnaði leikinn fyrir heimamenn. Fagnaðarlætin sem brutust út eftir jöfnunarmarkið voru líkari óeirðum og fylltist völlurinn af áhorfendum á augabragði. Þegar tókst að rýma völlinn hélt leikur áfram og svo fór að lokum að Ricky George tryggði Hereford þennan sögulega sigur með marki í framlengingunni. Mark hans olli viðlíka tryllingi á vellinum, en upp úr stendur þrumufleygur Ronnie Radford - sannarlega eitt eftirminnilegasta mark í sögu enska boltans. Enski boltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Sjá meira
Lið Barnsley hefur náð að rita nafn sitt í sögubækurnar í enska bikarnum að undanförnu með því að slá út bæði Liverpool og Chelsea á leið sinni í undanúrslit keppninnar. Breska blaðið Sun tók í tilefni af því saman lista yfir 10 af óvæntustu úrslitum í sögu þessarar sögufrægu bikarkeppni og til marks um afrek Barnsley liðsins komast báðir sigrar þess inn á listann. 10. West Ham 1 - Arsenal 0 (1980) West Ham var síðasta liðið utan efstu deildar til að vinna enska bikarinn. Trevor Brooking var ekki þekktur fyrir að vera sérstakur skallamaður, skoraði sigurmarkið með skalla á Wembley og tryggði litla liðinu óvæntan sigur. 9. Sunderland 1 - Leeds 0 (1973) Leeds liðið var handhafi bikarsins þetta árið og flestir spáðu því að liðið mundi endurtaka leikinn þegar það mætti B-deildarliði Sunderland í úrslitum. Annað kom hinsvegar á daginn og Ian Porterfield skoraði sigurmarkið um miðjan fyrri hálfleik. Markvörðurinn Jim Montgomery var hetja Sunderland í leiknum þegar hann varði ótrúlega frá Peter Lorimer og hindraði að Leeds jafnaði leikinn. 8. Bornemouth 2 - Man Utd 0 (1984) Manchester United var ekki sama stórveldið á þessum tíma og það er í dag, en liðið var engu að síður ríkjandi bikarmeistari þegar það mætti C-deildarliði Bournemouth í þriðju umferð keppninnar. Þetta var aðeins fyrsti af mörgum glæstum bikarsigrum Harry Redknapp sem þjálfara á ferlinum, en hann var þá stjóri Bournemouth. 7. Colchester 3 - Leeds 2 (1971) Leeds hafði komist í bikarúrslitaleikinn árin tvö á undan og lyfti bikarnum ári eftir þennan leik. Í fimmtu umferðinni 1971 upplifði liðið þó martröð þegar það var slegið út af D-deildarliði Colchester, sem komst í 3-0 í leiknum áður en Leeds náði að minnka muninn. 6. Liverpool 1 - Barnsley 2 (2008) Það var í þessum leik sem ótrúleg bikarsyrpa Barnsley liðsins hófst í ár. Liverpool hvíldi nokkra af lykilmönnum sínum og það virtist ekki ætla að koma að sök þegar Dirk Kuyt kom þeim rauklæddu yfir í leiknum. Steve Foster jafnaði hinsvegar leikinn fyrir Barnsley og Brian Howard stimplaði nafn sitt í sögubækurnar með dramatísku sigurmarki á Anfield. Leikmenn Barnsley fagna sigrinum á LiverpoolNordicPhotos/GettyImages 5. Barnsley 1 - Chelsea 0 Byrjunarlið Chelsea í leiknum kostaði hátt í 16 milljarða króna og innihélt stjörnur á borð við Michael Ballack og John Terry. Barnsley-mönnum var slétt sama um það og fylgdu eftir ótrúlegum sigri á Liverpool með því að slá Chelsea úr keppni. Kayode Odejayi skoraði sigurmarkið með skalla og tryggði Barnsley sæti í undanúrslitum keppninnar í fyrsta skipti síðan fyrir fyrri heimsstyrjöld. 4. Sutton 2 - Coventry 1 (1989) Coventry var í sjötta sæti í efstu deild og hafði orðið bikarmeistari á Englandi aðeins tveimur árum áður. Liðinu var hinsvegar kippt hressilega niður á jörðina af áhugamönnunum í Sutton. Síðan þá hefur engu utandeildarliði tekist að slá út lið í efstu deild í keppninni. 3. Yeovil 2 - Sunderland 1 (1949) Sunderland var í efstu deild og leitt áfram af hinum magnaða Len Shackleton. Liðið þurfti þó að sætta sig við að vera auðmýkt af utandeildarliðinu Yeovil í þokunni á Huish Park í fjórðu umferð bikarsins. Þetta er enn stærsta augnablik í sögu liðsins. 2. Wrexham 2 - Arsenal 1 (1992) Arsenal varð enskur meistari leiktíðinna á undan, en Wrexham vermdi botnsætið í B-deildinni. Það hafði hinsvegar lítið að segja þegar þessi lið mættust í sígildum leik í þriðju umferðinni á Racecource, heimavelli Wrexham. Arsenal náði 1-0 forystu í leiknum en þeir Mickey Thomas og Steve Watkin tryggðu Wrexham ótrúlegan sigur. 1. Hereford 2 - Newcastle 1 (1972) Utandeildarliðið Hereford gerði jafntefli við Newcastle á útivelli í fyrri leik liðanna í þriðju umferðinni þetta árið og lengi vel leit út fyrir sigur Newcastle í síðari leiknum. Markamaskínan Malcom Macdonald hafði komið Newcastle yfir í leiknum, en þrumufleygur Ronnie Radford jafnaði leikinn fyrir heimamenn. Fagnaðarlætin sem brutust út eftir jöfnunarmarkið voru líkari óeirðum og fylltist völlurinn af áhorfendum á augabragði. Þegar tókst að rýma völlinn hélt leikur áfram og svo fór að lokum að Ricky George tryggði Hereford þennan sögulega sigur með marki í framlengingunni. Mark hans olli viðlíka tryllingi á vellinum, en upp úr stendur þrumufleygur Ronnie Radford - sannarlega eitt eftirminnilegasta mark í sögu enska boltans.
Enski boltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti