Enski boltinn

Curbishley sefur ekki

NordcPhotos/GettyImages

Alan Curbishley, stjóri West Ham, viðurkennir í samtali við Daily Express að hann eigi erfitt um svefn þessa dagana eftir þrjú 4-0 töp hans manna í röð.

"Ég hefði aldrei gert mér í hugarlund að við ættum eftir að tapa svona og þetta er búin að vera hræðileg vika fyrir mig, leikmennina og stuðningsmennina. Það hefur ekki verið haldinn neinn stjórnarfundur enn og ekki fundur með leikmönnum," sagði Curbishley - sem í gær fékk stuðningsyfirlýsingu frá stjórninni.

Það hefur þó ekki orðið til þess að Curbishley sofi betur á þessum álagstímum. "Ég upplifi andvökunætur og kvíðahnúturinn í maganum eykst. Maður verður að vera sterkur - svona er þetta starf," sagði Curbishley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×