Dj Platurn og íslensku „beat-boxerarnir" Haltu Takt Kjafti, spila á Ólíver 17. maí næstkomandi. Sama kvöld klukkan sex og sjö verður heimildarmyndin From Oakland To Iceland sýnd í Regnboganum. Platurn, sem réttu nafni heitir Illugi, hefur búið í Kaliforníu frá sjö ára aldri. Myndin fjallar um komu hans til Íslands og hip-hop senuna hér með augum aðkomumannsins.
Illugi er margverðlaunaður "trick" og "scratch" plötusnúður í heimahögunum. Nýlega prýddi hann meðal annars forsíðu DJ Times, sem er nokkurs konar biblía plötusnúða vestanhafs.
Platurn þeytir skífum á Ólíver
