Lífið

Stöð 2 yfir RÚV í áhorfsmælingum

Pálmi er ánægður með könnunina.
Pálmi er ánægður með könnunina.
„Við finnum fyrir auknum vinsældum, og ekki skemmir fyrir að lokaþáttur Hæðarinnar var í þessari viku," segir Pálmi Guðmundsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Stöðin fór í vikunni í fyrsta sinn yfir Ríkissjónvarpið í áhorfsmælingum í aldurshópnum 12-49 ára.

Í fjölmiðlakönnun Capacent þessa vikuna kemur fram að í aldurshópnum 12-49 ára hafi heildaráhorf í mínútum á Stöð 2 verið 344.9 mínútur, en 297,1 á RÚV. Stöðin nær Ríkissjónvarpinu þó ekki í aldurshópnum 12-80 ára, en mjótt er á mununum. Að meðaltali glápti sá aldurshópur á RÚV í 368,3 mínútur en Stöð 2 í 363.

Pálmi er ánægður með árangurinn. „Það er algjört einsdæmi að stöð sem um helmingur landsmanna nær í gegnum áskrift hafi meira áhorf í þessum mikilvæga aldurshópi en stöð með skylduáskrift, og jafni áhorf innan skekkjumarka í heildaraldurshópnum."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.