Innlent

Leit að rjúpnaskyttunni hefst á morgun

Frá leit að rjúpnaskyttunni.
Frá leit að rjúpnaskyttunni.
Ákveðið er að hefja á ný á morgun viðtæka leit á Skáldabúðaheiði í uppsveitum Árnessýslu að rjúpnaskytunni, sem saknað er þar síðan á laugardag. Til stóð að leitin hæfist ekki fyrr en á laugardag, en með hliðsjón af verðurspá var ákveðið að flýta henni um einn sólarhring þar sem spáð er góðum leitarskilyrðum á morgun. Það er hinsvegar spáð dimmviðri um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×