Lítur ekki á ummæli Davíðs sem hótun 4. desember 2008 17:33 Geir H. Haarde forsætisráðherra boðaði til blaðamannafundar í forsætisráðuneytinu fyrir stundu. Þar byrjaði hann að tala um að framkvæmdin við fleytingu krónunnar hefði gengið vel, þar sem hún hefði styrkst um 9% þvert á þá spá að hún myndi lækka. Hann fagnaði því að sú spá hefði ekki ræst. Hann sagði þetta góð fyrirheit um framtíðina þó enginn gæti vitað neitt með vissu. Þetta benti þó til þess að efnahagsáætlunin gæti náð fram að ganga og verðbólgan gæti náðst hratt niður á næstu tólf mánuðum, líkt og áætlunin gerir ráð fyrir. Hann sagði einnig að þau Ingibjörg Sólrún hefði bent á að gengið væri alltof lágt. Geir var einnig spurður út í ummæli Davíðs Oddssonar á fundi viðskiptanefndar í morgun þar sem Davíð hefði sagt í sumar að það væru 0% líkur á því að bankarnir myndu lifa af aðsteðjandi hættu í efnahagslífinu. Geir segir að þarna sé Davíð að vitna í símtal sem þeir hafi átt í sumar, sem hann muni þó reyndar sjálfur ekki eftir. Hann sagði að það sem mestu máli skipti í þessu sé að Seðlabankinn hafi allt þetta ár haft miklar áhyggjur af stöðu viðskiptabankanna þó annað kunni að hafa birst í stöðugleikaskýrslum. Hann sagðist hafa rætt þetta mál við Davíð símleiðis í dag og það sem fari fram í tveggja manna samtali sé ekki opinber afstaða bankans. Geir var einnig spurður út í þau ummæli Davíðs að yrði hann látinn hætta sem seðlabankastjóri myndi hann fara aftur út í stjórnmál. Geir sagðist ekki líta á það sem hótun við sig en benti á að stærsta fréttin varðandi þetta viðtal væru ummæli Davíðs gagnvart ESB. Hann benti einnig á að Davíð hefði látið birta athugasemd sína í viðtali á mbl.is í dag þar sem Davíð segir ummæli hafa verið slitin úr samhengi. Einnig kom fram á fundinum að frumvarp um lækkun launa æðstu embættismanna ríkisins yrði lagt fyrir ríkisstjórnina á morgun og væntanlega fyrir þingið í næstu viku. Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Sjá meira
Geir H. Haarde forsætisráðherra boðaði til blaðamannafundar í forsætisráðuneytinu fyrir stundu. Þar byrjaði hann að tala um að framkvæmdin við fleytingu krónunnar hefði gengið vel, þar sem hún hefði styrkst um 9% þvert á þá spá að hún myndi lækka. Hann fagnaði því að sú spá hefði ekki ræst. Hann sagði þetta góð fyrirheit um framtíðina þó enginn gæti vitað neitt með vissu. Þetta benti þó til þess að efnahagsáætlunin gæti náð fram að ganga og verðbólgan gæti náðst hratt niður á næstu tólf mánuðum, líkt og áætlunin gerir ráð fyrir. Hann sagði einnig að þau Ingibjörg Sólrún hefði bent á að gengið væri alltof lágt. Geir var einnig spurður út í ummæli Davíðs Oddssonar á fundi viðskiptanefndar í morgun þar sem Davíð hefði sagt í sumar að það væru 0% líkur á því að bankarnir myndu lifa af aðsteðjandi hættu í efnahagslífinu. Geir segir að þarna sé Davíð að vitna í símtal sem þeir hafi átt í sumar, sem hann muni þó reyndar sjálfur ekki eftir. Hann sagði að það sem mestu máli skipti í þessu sé að Seðlabankinn hafi allt þetta ár haft miklar áhyggjur af stöðu viðskiptabankanna þó annað kunni að hafa birst í stöðugleikaskýrslum. Hann sagðist hafa rætt þetta mál við Davíð símleiðis í dag og það sem fari fram í tveggja manna samtali sé ekki opinber afstaða bankans. Geir var einnig spurður út í þau ummæli Davíðs að yrði hann látinn hætta sem seðlabankastjóri myndi hann fara aftur út í stjórnmál. Geir sagðist ekki líta á það sem hótun við sig en benti á að stærsta fréttin varðandi þetta viðtal væru ummæli Davíðs gagnvart ESB. Hann benti einnig á að Davíð hefði látið birta athugasemd sína í viðtali á mbl.is í dag þar sem Davíð segir ummæli hafa verið slitin úr samhengi. Einnig kom fram á fundinum að frumvarp um lækkun launa æðstu embættismanna ríkisins yrði lagt fyrir ríkisstjórnina á morgun og væntanlega fyrir þingið í næstu viku.
Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Sjá meira