Innlent

Neyðarteymi hjálpar fórnarlömbum mansals

Í það minnsta 20 einstaklingar hafa verið seldir mansali hingað til lands síðustu ár. Buið er að stofna neyðarteymi hér á landi sem ætlað er að hjálpa einstaklingum sem seldir hafa verið mansali.

Á fundi starfshóps sem ætlað er að fjalla um hvernig standi megi að gerð og framkvæmd heildstæðrar áætlunar gegn mansali var gerð óformleg könnun á mansali hér á landi.

Margrét Steinarsdóttir lögfræðingur hjá Alþjóðahúsi segir að birtingarmynd mansals geti verið með ýmsum hætti en fórnarlömbin eigi það öll sameiginlegt að flýja neyð. Bágar aðstæður þeirra séu misnotaðar. Í sumum tilvikum koma þau af fúsum og frjálsum vilja til landsins og gifting sé þeirra leið til að fá dvalarleyfi. Fórnarlömbunum er oft stjórnað, þau ráða ekki yfir launum sínum og vegabréf hafa verið tekin af þeim.

Ein kona hefur fengið dvalarleyfi hér á landi af mannúðarástæðum vegna þess að hún var fórnarlamb mansals.

Hluti starfshópsins hefur myndað neyðarteymi sem ætlað er að aðstoða fórnarlömb mansals.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×