Leitar allra leiða til að forðast uppsagnir 14. desember 2008 07:00 Bráðadeildir LSH á Hringbraut og í Fossvogi verða sameinaðar. Við það munu sparast rúmlega 100 milljónir. MYND/fréttablaðið/Stefán Markmið forstjóra Landspítalans er að forðast uppsagnir starfsfólks þrátt fyrir kröfu um mikinn niðurskurð. Kjarnastarfsemi spítalans verður ekki skert við niðurskurð. Verkefni sem falla utan hennar gætu verið boðin út á næstunni. „Ég get ekki lofað því á þessum tímapunkti að allir haldi vinnunni. Mitt markmið hins vegar er að það komi ekki til uppsagna,“ segir Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Landspítalans. Mannekla er ekki lengur vandamál á Landspítalanum. Fagfélög starfsmanna hafa efast um að mögulegt sé að ná niður verulegum niðurskurði án uppsagna og skertrar þjónustu. Hulda Gunnlaugsdóttir Hagræðing innan Landspítalans stendur sem hæst enda eru fjárframlög skorin niður um tæplega tvo milljarða í breytingartillögum við frjárlagafrumvarp næsta árs. Mikil áhersla er lögð á tilfærslu legudeildarþjónustu til göngu- og dagdeilda, en þannig er hægt að fækka starfsfólki á kvöld- og næturvöktum og minnka yfirvinnu. Rekstur á endurhæfingar- og öldrunardeildum er til skoðunar. Bráðamóttaka Landspítalans á Hringbraut verður færð niður í Fossvog. Þá er verið að skoða innkaup stofnunarinnar í samstarfi við aðrar heilbrigðisstofnanir. „Við erum svo ekki síst að skoða hvað aðrir geta gert jafn vel eða betur en við,“ segir Hulda. „Kjarnastarfsemi sjúkrahússins er meðhöndlun sjúklinga. Við skoðum því allar hugmyndir um rekstrarsparnað út frá okkar sérþekkingu. Hagræðing þýðir að starfsfólki verður boðin vinna á öðrum stað innan sjúkrahússins en það starfar núna.“ Hulda segir að útboð verkefna, sem lúta ekki að kjarnastarfsemi sjúkrahússins, sé til skoðunar. „Þegar við tölum um hugsanleg útboð verkefna, svo ég sé alveg hreinskilin, þá getur það þýtt atvinnumissi þeirra sem starfa á okkar vegum að viðkomandi verkefnum. Í útboði væri hins vegar mögulegt að taka tillit til okkar starfsfólks.“ Mannekla hefur verið viðvarandi vandamál á heilbrigðisstofnunum um alllangt skeið en Hulda segir að svo sé ekki lengur. „Menntað starfsfólk flykkist að spítalanum sem auðveldar okkur mat á því hvaða verkefni eiga að vera í forgangi og hvað er hentugur starfsmannafjöldi. Þetta var ekki hægt áður.“ Fagfélög lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða hafa lýst yfir efasemdum um að hægt sé að komast hjá uppsögnum ef framlög til heilbrigðismála verða skorin verulega niður. Nú er fyrirséð að niðurskurðurinn verður um sjö milljarðar ef breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið verða samþykktar. Læknafélag Íslands hefur fullyrt að kreppan kalli á aukin framlög til heilbrigðismála. svavar@frettabladid.is Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Markmið forstjóra Landspítalans er að forðast uppsagnir starfsfólks þrátt fyrir kröfu um mikinn niðurskurð. Kjarnastarfsemi spítalans verður ekki skert við niðurskurð. Verkefni sem falla utan hennar gætu verið boðin út á næstunni. „Ég get ekki lofað því á þessum tímapunkti að allir haldi vinnunni. Mitt markmið hins vegar er að það komi ekki til uppsagna,“ segir Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Landspítalans. Mannekla er ekki lengur vandamál á Landspítalanum. Fagfélög starfsmanna hafa efast um að mögulegt sé að ná niður verulegum niðurskurði án uppsagna og skertrar þjónustu. Hulda Gunnlaugsdóttir Hagræðing innan Landspítalans stendur sem hæst enda eru fjárframlög skorin niður um tæplega tvo milljarða í breytingartillögum við frjárlagafrumvarp næsta árs. Mikil áhersla er lögð á tilfærslu legudeildarþjónustu til göngu- og dagdeilda, en þannig er hægt að fækka starfsfólki á kvöld- og næturvöktum og minnka yfirvinnu. Rekstur á endurhæfingar- og öldrunardeildum er til skoðunar. Bráðamóttaka Landspítalans á Hringbraut verður færð niður í Fossvog. Þá er verið að skoða innkaup stofnunarinnar í samstarfi við aðrar heilbrigðisstofnanir. „Við erum svo ekki síst að skoða hvað aðrir geta gert jafn vel eða betur en við,“ segir Hulda. „Kjarnastarfsemi sjúkrahússins er meðhöndlun sjúklinga. Við skoðum því allar hugmyndir um rekstrarsparnað út frá okkar sérþekkingu. Hagræðing þýðir að starfsfólki verður boðin vinna á öðrum stað innan sjúkrahússins en það starfar núna.“ Hulda segir að útboð verkefna, sem lúta ekki að kjarnastarfsemi sjúkrahússins, sé til skoðunar. „Þegar við tölum um hugsanleg útboð verkefna, svo ég sé alveg hreinskilin, þá getur það þýtt atvinnumissi þeirra sem starfa á okkar vegum að viðkomandi verkefnum. Í útboði væri hins vegar mögulegt að taka tillit til okkar starfsfólks.“ Mannekla hefur verið viðvarandi vandamál á heilbrigðisstofnunum um alllangt skeið en Hulda segir að svo sé ekki lengur. „Menntað starfsfólk flykkist að spítalanum sem auðveldar okkur mat á því hvaða verkefni eiga að vera í forgangi og hvað er hentugur starfsmannafjöldi. Þetta var ekki hægt áður.“ Fagfélög lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða hafa lýst yfir efasemdum um að hægt sé að komast hjá uppsögnum ef framlög til heilbrigðismála verða skorin verulega niður. Nú er fyrirséð að niðurskurðurinn verður um sjö milljarðar ef breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið verða samþykktar. Læknafélag Íslands hefur fullyrt að kreppan kalli á aukin framlög til heilbrigðismála. svavar@frettabladid.is
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira