Lífið

Fréttamaður CNN tekinn með dóp

Richard er þekktur fyrir hressilega framkomu.
Richard er þekktur fyrir hressilega framkomu.
Hinn eiturhressi Richard Quest, sem fjallar um viðskiptaferðalög á CNN sjónvarpsstöðinni var tekinn fastur í fyrrinótt og ákærður fyrir að hafa fíkniefni undir höndum.

Lögregla stöðvaði Quest þar sem hann var á rölti í Central Park klukkan að verða fjögur um nótt, en garðurinn er lokaður á þeim tíma. Þegar þeir leiddu hann út úr garðinum tjáði hann þeim að hann væri með spítt í vasanum. Þeir leituðu þá á honum, og fundu einmitt lítinn poka með örlitlu magni af methamfetamíni.

Quest var leiddur fyrir dómara í gær, sem tjáði honum að ef hann færi í meðferð og hitti ráðgjafa næstu sex mánuði yrði málið látið niður falla.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.