Innlent

Ráðist á öryggisverði 10-11

Ráðist var á öryggisverði 10-11 verslunarinnar í Austurstræti á sjötta tímanum í morgun. Hópur manna hafði ráðist að vörðunum með þeim afleiðingum að þrír þeirra voru marðir og skrámaðir. Lögreglu bárust ítrekuð árásarboð og þegar þeir komu á vettvang voru árásarmennirnir horfnir. Ekki er vitað hverjir mennirnir voru.

Lögregla var einnig kölluð til vegna slagsmála tvegggja manna við Plaza hótel í Aðalstræti í morgun. Þar slasaðist einn í andliti og var fluttur á slysadeild. Þriðji maðurinn í hópnum skemmdi í átökunum rúðu á innri hurð í anddyri hótelsins.

Þá kom til átaka milli lögreglu og karlmanns á sextugsaldri fyrir utan bensínstöð N1 við Hringbraut laust eftir klukkan sjö í morgun. Maðurinn var sofandi í bifreið sinni fyrir utan bensinstöðina þegar lögregla hafði afskipti af honum. Brást hann illa við og réðst að lögreglumönnum með þeim afleiðingum að einn þeirra hlaut áverka í andliti og á hálsi. Maðurinn var í annarlegu ástandi að sögn lögreglu en hann var handtekinn og fluttur í fangageymslu. Hann verður yfirheyrður seinna í dag.


Tengdar fréttir

Hefur játað á sig árás á öryggisvörð

Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja vikna gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um að hafa slegið öryggisvörð 10-11 í höfuðið með glerflösku um síðustu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×