Innlent

Geislafræðingar fresta uppsögnum um mánuð

MYND/Hari

Geislafræðingar á Landspítalanum ákváðu fyrir stundu að fresta uppsögnum sínum um mánuð og nota tímann til viðræðna við stjórnendur Landspítalans. Ef engin niðurstaða fæst úr þeim viðræðum standa uppsagnirnar.

Að sögn Kristínar Þórmundsdóttur, talsmanns geislafræðinga, er gert ráð fyrir að fyrsti fundur deilenda verði haldinn á föstudaginn kemur. Fyrr í dag var greint frá því að 40 geislafræðingar á Landspítalanum hygðust ganga út á miðnætti vegna deilna við spítalayfirvöld um breytingar á vaktafyrirkomulagi.

Það hafa um hundrað skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðingar einnig boðað en engar fregnir hafa borist af því hvort þær hyggist einngi fresta aðgerðum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×