Lífið

Dönsk erótík frá áttunda áratugnum vinsæl

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Erótískar myndir með gamanívafi frá áttunda áratugnum njóta enn mikilla vinsælda meðal Dana ef marka má útgáfufyrirtækið Scanbox, sem keypt hefur höfundarréttinn að fjölda slíkra mynda, þar á meðal stjörnumerkjamyndunum góðkunnu sem urðu kveikjan að dómsmáli hér á landi fyrir tveimur áratugum.

Scanbox segir myndirnar seljast sem aldrei fyrr en þær hafa nú verið gefnar út á DVD-diskum sem þegar hafa selst í um 100.000 eintökum. Talsmaður Scanbox segir skýringuna á þessu meðal annars felast í því að Danir hafi gaman af að virða fyrir sér danskt þjóðfélag eins og það kom fyrir sjónir á þessum árum og þá gamansemi sem þá réð ríkjum.

Berlingske Tidende greindi frá.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.