Lífið

Fleetwood Mac kemur saman aftur á næsta ári

Framhlið Rumours, meistaraverki Fleetwood Mac.
Framhlið Rumours, meistaraverki Fleetwood Mac.

Ein albesta popphljómsveit sögunnar, Fleetwood Mac, mun koma saman aftur á næsta ári og fara á tónleikaferðalag um heiminn í fyrsta sinn síðan 2003. Þetta staðfesti Lindsay Buckingham, gítarleikari og söngvari sveitarinnar, í viðtali við Billboard.com. Hann bætti einnig við að ný plata væri í vinnslu.

Raddir höfðu verið uppi um að engin önnur en Sheryl Crow myndi syngja með sveitinni en Buckingham sagði að allar slíkar viðræður hefðu strandað.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.