Næsta markmið er A-landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2008 09:30 Hannes Þór Halldórsson. Hannes Þór Halldórsson er besti markvörður Landsbankadeildar karla. Hannes er með hæstu meðaleinkunn, hefur fengið á sig fæst mörk, er með bestu hlutfallsmarkvörsluna og hefur haldið oftast hreinu. Hannes, 24 ára markvörður Framara, hefur slegið í gegn í Landsbankadeildinni í sumar. Fyrir aðeins fjórum árum sat hann á bekknum hjá 2. deildarliði Leiknis en nú er hann farinn að banka á dyr A-landsliðsins. Það hefur því margt breyst á stuttum tíma, þökk sé dugnaði Hannesar sem æfir mikið aukalega. „Ég er mjög ánægður með minn leik og það hefur verið mikill stöðugleiki hjá mér og það er það sem markmenn sækjast eftir," segir Hannes og hann er einnig ánægður með gengi Framliðsins. „Það fleytir manni langt að liðið er ekki að gefa mörg færi á sér og við erum að vinna þetta saman. Það er mjög erfitt að fá á sig 20 skot í leik eins og Gunnleifur í HK. Maður kemur aldrei vel út úr því sama hversu maður er góður," segir Hannes en Gunnleifur er einmitt efstur á eina listanum sem Hannes Þór er ekki í fyrsta sæti en það er yfir varin skot. Lífið í Landsbankadeildinni hefur þó ekki bara verið dans á rósum hjá Hannesi því hann var mikið gagnrýndur í upphafi mótsins í fyrra. „Það hefur hjálpað mér að byrja mótið illa í fyrra. Ég kom inn í mótið, hélt að ég væri súpermann og ætlaði að sigra heiminn. Svo var ég sleginn niður á jörðina og þurfti að stokka spilin upp á nýtt. Ég þurfti að vinna í sjálfum mér og það er að skila sér núna," segir Hannes en það reyndi mikið á hann í fyrrasumar. Gerði mistök í fyrra„Ég kom meiddur inn í mótið í fyrra og gerði mistök sem höfðu áhrif á sjálfstraustið. Þetta spilaðist ekki nægilega vel fyrir mig og það þurfti átak til þess að koma sér af stað aftur. Ætli ég sé ekki sterkari í dag fyrir vikið," segir Hannes sem lék með Aftureldingu í 2. deildinni 2005 og var í Stjörnunni í 1. deildinni 2006. „Ég er stoltur af því að hafa komið úr neðri deildar umhverfi og unnið mig upp," segir Hannes sem missti úr fimm ár á sínum tíma vegna erfiðra axlarmeiðsla. Erlend lið eru sögð hafa áhuga á honum og hann neitar því ekki að hann sé farinn að horfa í atvinnumennsku í framtíðinni. Varamarkvörður í Leikni„Ég er klárlega áhugasamur fyrir því að fara út og það er verið að vinna í þessum málum. Það getur verið að það verði eitthvað í boði ef ég held áfram að standa mig vel," segir Hannes. „Það er ekki hægt að segja að ég hafi litið á það sem möguleika fyrir tveimur til þremur árum að það væri möguleiki á að ég kæmist út í atvinnumennsku. Þegar ég var varamarkvörður í Leikni og Valur Gunnarsson hélt mér út úr liðinu 2004 þá hefði ég ekki tippað á þetta. Þetta er bara gaman og það er léttara yfir manni en á sama tíma í fyrra," segir Hannes. Hannes er metnaðarfullur markvörður og hann er farinn að stefna á landsliðssæti. „Ég tel mig eiga möguleika á landsliðssæti og er að vonast til þess að fá tækifærið. Ég held að ég eigi alveg eins heima þar eins og þessir menn sem eru þarna núna. Mér fyndist það ekkert fáránlegt val hjá landsliðsþjálfaranum. Það eru samt margir góðir markmenn í deildinni og líka menn sem hafa spilað lengur og hafa sýnt stöðugleika lengur," segir Hannes en hann ætlar líka að vinna í sínum málum til þess að svo verði. „Ég er alltaf að horfa upp á við og það þarf að vera einhver rúsína í pylsuendanum sem drífur mann áfram í aukaæfingunum en ég æfi mikið aukalega. Ég þarf að horfa til einhvers markmiðs til þess að nenna því og næst á dagskrá er að komast í landsliðið og fara út," segir Hannes. Á framtíðina fyrir sérÞorvaldur Örlygsson, þjálfari hans hjá Fram, er mjög ánægður með markmanninn sinn. „Við erum allir mjög sáttir með hans framlag til liðsins. Hann hefur verið duglegur að vinna í sínum málum og hefur bætt sig mikið undir handleiðslu Birkis Kristinssonar," segir Þorvaldur. „Þetta er stór strákur sem á framtíðina fyrir sér ef hann heldur áfram á sömu braut." Markvarslan 2008 Hæsta meðaleinkunnin:Hannes Þór Halldórsson, Fram - 6,69 Gunnleifur Gunnleifsson, HK - 6,58 Fjalar Þorgeirsson, Fylki - 6,31 Ómar Jóhannsson, Keflavík - 6,31 Kjartan Sturluson, Val - 6,15Flest varin skot í leik Gunnleifur Gunnleifsson, HK - 5,58 Zankarlo Simunic, Grindavík - 4,18 Hannes Þór Halldórsson, Fram - 3,54 Kjartan Sturluson, Val - 3,54 Ómar Jóhannsson, Keflavík - 3,46 Esben Madsen, ÍA - 3,45 Fæst mörk á sig í leikHannes Þór Halldórsson, Fram - 0,85 Stefán Logi Magnússon, KR - 0,89 Daði Lárusson, FH - 1,09 Þórður Ingason, Fjölni - 1,17 Kjartan Sturluson, Val - 1,38 Casper Jacobsen, Breiðablik - 1,46 Ómar Jóhannsson, Keflavík - 1,46 Besta hlutfallsmarkvarslanHannes Þór Halldórsson, Fram - 80,7% Stefán Logi Magnússon, KR - 75,0% Þórður Ingason, Fjölni - 74,5% Kjartan Sturluson, Val - 71,9% Daði Lárusson, FH - 71,4% Zankarlo Simunic, Grindavík - 70,8% Ómar Jóhannsson, Keflavík - 70,3% Oftast haldið hreinu Hannes Þór Halldórsson, Fram - 6 Stefán Logi Magnússon, KR - 6 Daði Lárusson, FH - 6 Kjartan Sturluson, Val - 5 Þórður Ingason, Fjölni - 4 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson er besti markvörður Landsbankadeildar karla. Hannes er með hæstu meðaleinkunn, hefur fengið á sig fæst mörk, er með bestu hlutfallsmarkvörsluna og hefur haldið oftast hreinu. Hannes, 24 ára markvörður Framara, hefur slegið í gegn í Landsbankadeildinni í sumar. Fyrir aðeins fjórum árum sat hann á bekknum hjá 2. deildarliði Leiknis en nú er hann farinn að banka á dyr A-landsliðsins. Það hefur því margt breyst á stuttum tíma, þökk sé dugnaði Hannesar sem æfir mikið aukalega. „Ég er mjög ánægður með minn leik og það hefur verið mikill stöðugleiki hjá mér og það er það sem markmenn sækjast eftir," segir Hannes og hann er einnig ánægður með gengi Framliðsins. „Það fleytir manni langt að liðið er ekki að gefa mörg færi á sér og við erum að vinna þetta saman. Það er mjög erfitt að fá á sig 20 skot í leik eins og Gunnleifur í HK. Maður kemur aldrei vel út úr því sama hversu maður er góður," segir Hannes en Gunnleifur er einmitt efstur á eina listanum sem Hannes Þór er ekki í fyrsta sæti en það er yfir varin skot. Lífið í Landsbankadeildinni hefur þó ekki bara verið dans á rósum hjá Hannesi því hann var mikið gagnrýndur í upphafi mótsins í fyrra. „Það hefur hjálpað mér að byrja mótið illa í fyrra. Ég kom inn í mótið, hélt að ég væri súpermann og ætlaði að sigra heiminn. Svo var ég sleginn niður á jörðina og þurfti að stokka spilin upp á nýtt. Ég þurfti að vinna í sjálfum mér og það er að skila sér núna," segir Hannes en það reyndi mikið á hann í fyrrasumar. Gerði mistök í fyrra„Ég kom meiddur inn í mótið í fyrra og gerði mistök sem höfðu áhrif á sjálfstraustið. Þetta spilaðist ekki nægilega vel fyrir mig og það þurfti átak til þess að koma sér af stað aftur. Ætli ég sé ekki sterkari í dag fyrir vikið," segir Hannes sem lék með Aftureldingu í 2. deildinni 2005 og var í Stjörnunni í 1. deildinni 2006. „Ég er stoltur af því að hafa komið úr neðri deildar umhverfi og unnið mig upp," segir Hannes sem missti úr fimm ár á sínum tíma vegna erfiðra axlarmeiðsla. Erlend lið eru sögð hafa áhuga á honum og hann neitar því ekki að hann sé farinn að horfa í atvinnumennsku í framtíðinni. Varamarkvörður í Leikni„Ég er klárlega áhugasamur fyrir því að fara út og það er verið að vinna í þessum málum. Það getur verið að það verði eitthvað í boði ef ég held áfram að standa mig vel," segir Hannes. „Það er ekki hægt að segja að ég hafi litið á það sem möguleika fyrir tveimur til þremur árum að það væri möguleiki á að ég kæmist út í atvinnumennsku. Þegar ég var varamarkvörður í Leikni og Valur Gunnarsson hélt mér út úr liðinu 2004 þá hefði ég ekki tippað á þetta. Þetta er bara gaman og það er léttara yfir manni en á sama tíma í fyrra," segir Hannes. Hannes er metnaðarfullur markvörður og hann er farinn að stefna á landsliðssæti. „Ég tel mig eiga möguleika á landsliðssæti og er að vonast til þess að fá tækifærið. Ég held að ég eigi alveg eins heima þar eins og þessir menn sem eru þarna núna. Mér fyndist það ekkert fáránlegt val hjá landsliðsþjálfaranum. Það eru samt margir góðir markmenn í deildinni og líka menn sem hafa spilað lengur og hafa sýnt stöðugleika lengur," segir Hannes en hann ætlar líka að vinna í sínum málum til þess að svo verði. „Ég er alltaf að horfa upp á við og það þarf að vera einhver rúsína í pylsuendanum sem drífur mann áfram í aukaæfingunum en ég æfi mikið aukalega. Ég þarf að horfa til einhvers markmiðs til þess að nenna því og næst á dagskrá er að komast í landsliðið og fara út," segir Hannes. Á framtíðina fyrir sérÞorvaldur Örlygsson, þjálfari hans hjá Fram, er mjög ánægður með markmanninn sinn. „Við erum allir mjög sáttir með hans framlag til liðsins. Hann hefur verið duglegur að vinna í sínum málum og hefur bætt sig mikið undir handleiðslu Birkis Kristinssonar," segir Þorvaldur. „Þetta er stór strákur sem á framtíðina fyrir sér ef hann heldur áfram á sömu braut." Markvarslan 2008 Hæsta meðaleinkunnin:Hannes Þór Halldórsson, Fram - 6,69 Gunnleifur Gunnleifsson, HK - 6,58 Fjalar Þorgeirsson, Fylki - 6,31 Ómar Jóhannsson, Keflavík - 6,31 Kjartan Sturluson, Val - 6,15Flest varin skot í leik Gunnleifur Gunnleifsson, HK - 5,58 Zankarlo Simunic, Grindavík - 4,18 Hannes Þór Halldórsson, Fram - 3,54 Kjartan Sturluson, Val - 3,54 Ómar Jóhannsson, Keflavík - 3,46 Esben Madsen, ÍA - 3,45 Fæst mörk á sig í leikHannes Þór Halldórsson, Fram - 0,85 Stefán Logi Magnússon, KR - 0,89 Daði Lárusson, FH - 1,09 Þórður Ingason, Fjölni - 1,17 Kjartan Sturluson, Val - 1,38 Casper Jacobsen, Breiðablik - 1,46 Ómar Jóhannsson, Keflavík - 1,46 Besta hlutfallsmarkvarslanHannes Þór Halldórsson, Fram - 80,7% Stefán Logi Magnússon, KR - 75,0% Þórður Ingason, Fjölni - 74,5% Kjartan Sturluson, Val - 71,9% Daði Lárusson, FH - 71,4% Zankarlo Simunic, Grindavík - 70,8% Ómar Jóhannsson, Keflavík - 70,3% Oftast haldið hreinu Hannes Þór Halldórsson, Fram - 6 Stefán Logi Magnússon, KR - 6 Daði Lárusson, FH - 6 Kjartan Sturluson, Val - 5 Þórður Ingason, Fjölni - 4
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn