Tryggvi með tvennu fjórða leikinn í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2008 08:00 Tryggvi Guðmundsson. FH-ingar eru komnir áfram í UEFA-bikarnum eftir 5-1 stórsigur á Grevenmacher í seinni leik liðanna í Lúxemborg. FH vann fyrri leikinn 3-2 í Kaplakrika og þar með 8-3 samanlagt. Tryggvi Guðmundsson og Atli Guðnason skoruðu tvö mörk hvor og Björn Daníel Sverrisson skoraði eitt.Heimir Guðjónsson, þjálfari liðsins, var ánægður í leikslok.„Við vorum aðeins að þreifa fyrir okkur í fyrri hálfleik og þeir voru þá líflegir. Í seinni hálfleik þá var bara eitt lið á vellinum og við höfðum getað skorað fleiri mörk. Við spiluðum þá sundur og og saman og unnum mjög góðan sigur," sagði Heimir sem getur verið ánægður með útkomuna eftir áfall í fyrri leiknum. „Við spiluðum ekki vel fyrsta hálftímann í fyrri leiknum og þeir skoruðu tvö mörk og það er dýrt að fá á sig tvö mörk á heimavelli í Evrópukeppni. Þetta FH-lið hefur sýnt það í gegnum tíðina að við erum ekkert síðri á útivelli en heimavelli í Evrópukeppni og við sýndum það í dag," sagði Heimir og bætti við. „Sóknarleikurinn var til fyrirmyndar og þá sérstaklega í seinni hálfleik og boltinn gekk í fáum snertingum," sagði Heimir.Hinn átján ára Björn Daníel Sverrisson lék sinn fyrsta Evrópuleik og skoraði fimmta og síðasta mark FH í leiknum. „Björn er mjög efnilegur leikmaður og hefur fengið tækifæri og staðið sig vel. Það var gaman að hann skyldi skora í fyrsta Evrópuleiknum og hann kórónaði góðan leik sinn með því að skora," sagði Heimir.Þetta er líka fjórði leikurinn í röð sem Tryggvi skoraði tvennu en hann skoraði einnig tvö mörk í fyrri leiknum og svo í síðustu deildarleikjum á móti HK og ÍA. Tryggvi varð einnig fyrsti leikmaðurinn til þess að skora tíu Evrópumörk fyrir íslenskt lið. „Tryggvi spilaði ekki vel á tímabili en kom sterkur upp þegar liðið þurfti á honum að halda og hann hefur staðið sig vel upp á síðkastið," sagði Heimir um frammistöðu Tryggva.FH er eina íslenska karlaliðið sem er eftir í Evrópukeppninni en Valur og ÍA eru dottin út. „Það er bara dregið á morgun (í dag) og ég veit ekki hvaða lið við getum fengið. Vonandi fáum við mótherja sem við eigum möguleika í," sagði Heimir að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Þjálfari Króata ósáttur við blaðamann Vísis Fótbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Lamaður á motocrosshjóli Sport Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Supercross Atlanta úrslit. Sport Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
FH-ingar eru komnir áfram í UEFA-bikarnum eftir 5-1 stórsigur á Grevenmacher í seinni leik liðanna í Lúxemborg. FH vann fyrri leikinn 3-2 í Kaplakrika og þar með 8-3 samanlagt. Tryggvi Guðmundsson og Atli Guðnason skoruðu tvö mörk hvor og Björn Daníel Sverrisson skoraði eitt.Heimir Guðjónsson, þjálfari liðsins, var ánægður í leikslok.„Við vorum aðeins að þreifa fyrir okkur í fyrri hálfleik og þeir voru þá líflegir. Í seinni hálfleik þá var bara eitt lið á vellinum og við höfðum getað skorað fleiri mörk. Við spiluðum þá sundur og og saman og unnum mjög góðan sigur," sagði Heimir sem getur verið ánægður með útkomuna eftir áfall í fyrri leiknum. „Við spiluðum ekki vel fyrsta hálftímann í fyrri leiknum og þeir skoruðu tvö mörk og það er dýrt að fá á sig tvö mörk á heimavelli í Evrópukeppni. Þetta FH-lið hefur sýnt það í gegnum tíðina að við erum ekkert síðri á útivelli en heimavelli í Evrópukeppni og við sýndum það í dag," sagði Heimir og bætti við. „Sóknarleikurinn var til fyrirmyndar og þá sérstaklega í seinni hálfleik og boltinn gekk í fáum snertingum," sagði Heimir.Hinn átján ára Björn Daníel Sverrisson lék sinn fyrsta Evrópuleik og skoraði fimmta og síðasta mark FH í leiknum. „Björn er mjög efnilegur leikmaður og hefur fengið tækifæri og staðið sig vel. Það var gaman að hann skyldi skora í fyrsta Evrópuleiknum og hann kórónaði góðan leik sinn með því að skora," sagði Heimir.Þetta er líka fjórði leikurinn í röð sem Tryggvi skoraði tvennu en hann skoraði einnig tvö mörk í fyrri leiknum og svo í síðustu deildarleikjum á móti HK og ÍA. Tryggvi varð einnig fyrsti leikmaðurinn til þess að skora tíu Evrópumörk fyrir íslenskt lið. „Tryggvi spilaði ekki vel á tímabili en kom sterkur upp þegar liðið þurfti á honum að halda og hann hefur staðið sig vel upp á síðkastið," sagði Heimir um frammistöðu Tryggva.FH er eina íslenska karlaliðið sem er eftir í Evrópukeppninni en Valur og ÍA eru dottin út. „Það er bara dregið á morgun (í dag) og ég veit ekki hvaða lið við getum fengið. Vonandi fáum við mótherja sem við eigum möguleika í," sagði Heimir að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Þjálfari Króata ósáttur við blaðamann Vísis Fótbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Lamaður á motocrosshjóli Sport Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Supercross Atlanta úrslit. Sport Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira