Lífið

Bretar brjálaðir yfir lundaveiðum Ramsey

Þessi lundi beit Ramsey svo illa í nefið að það þurfti að sauma þrjú spor.
Þessi lundi beit Ramsey svo illa í nefið að það þurfti að sauma þrjú spor.
Lundaveiðar kokksins geðilla, Gordons Ramsey, í Vestmannaeyjum fóru þvert ofan í breska sjónvarpsáhorfendur þegar þær voru sýndar í þætti hans The F Word í vikunni. Í þættinum sést Ramsey veiða lunda í net meðan annar veiðimaður hálsbrýtur þá og rífur hjartað úr einum þeirra, sem Ramsey étur svo.

Talsmaður Ofcom, eftirlitsstofnunnar með fjölmiðlum í Bretlandi, sagði í viðtali við Daily Mail að stofnunin rannsaki nú málið eftir að henni bárust fjöldi kvartana frá áhorfendum yfir meðferðinni á fuglunum. Þeim fækki óðum í Bretlandi, og óábyrgt væri að sýna þá drepna í landi þar sem það má enn. „Það er afar slæm hugmynd hjá Gordon að leggja blessun sína yfir hefðir í öðru landi sem myndu aldrei líðast hér," er haft eftir talsmanninum.

Talsmaður þáttarins sagði að einungis tveir fuglar hefðu verið veiddir. Lundar væru einhverjir algengustu sjófuglar í Norður-Evrópu, og þeir hefðu haft öll tilskilin leyfi til að veiða þá.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ramsey reitir áhorfendur sína til reiði. Fyrr á árinu var hann gagnrýndur harðlega þegar kanína var hálsbrotin í þættinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.