Landsnet undirbýr tugmilljarða verkefni 2. desember 2008 16:56 Sognslína 2 verður rifin þegar nýjar línur komast í gagnið. Landsnet undirbýr endurnýjun og styrkingu raforkuflutningskerfisins á Suðvesturlandi. Framkvæmdakostnaður er áætlaður um 22 milljarðar króna á verðlagi í ágúst 2008 og mannaflaþörf um 380 ársverk. Drög að matsáætlun vegna framkvæmdanna hafa nú verið lögð fram til kynningar og er athugasemdafrestur til 16. desember næstkomandi. Áætlaður framkvæmdakostnaður er um 22 milljarðar króna, á verðalagi í ágúst 2008. Mannaflaþörfin er áætluð um 380 ársverk, skipt á fjögur ár, en stefnt er að því að framkvæmdir geti hafist haustið 2009 og að þeim verði lokið um mitt ár 2012. Þessar tímasetningar eru þó birtar með fyrirvara um breytingu. Í tilkynningu frá Landsneti kemur fram að verkefnið, sem fengið hefur vinnuheitið Suðvesturlínur, taki til meginflutningskerfis raforku frá Hellisheiði að Geithálsi og Hafnarfirð og áfram út á Reykjanes. Undirbúningur hefur staðið yfir frá árinu 2005 og varðar beinlínis 12 sveitarfélög og þar með meirihluta landsmanna. Þá segir að markmið framkvæmdanna sé að byggja upp raforkuflutningskerfið á Suðvesturlandi til framtíðar svo það geti mætt áformum um orkuflutning á svæðinu, jafnt til atvinnustarfsemi og til almannanota. Núverandi kerfi er nýtt til fulls og annar ekki fyrirsjáanlegri eftirspurn á svæðinu í nánustu framtíð. Styrking og endurnýjunin kerfisins er jafnframt forsenda uppbyggingar af ýmsu tagi í atvinnulífi landshlutans, þar á meðal aukinna umsvifa í orkufrekri atvinnustarfsemi, framleiðslu- og hátækniiðnaði. „Meginflutningskerfið á Suðvesturlandi byggist á loftlínum en á nokkrum stöðum er gert ráð fyrir jarðstrengjum vegna tenginga við stórnotendur. Í heildina er um að ræða nýbyggingu á u.þ.b. 123 km af loftlínum og 17 km af endurnýjuðum línum. Nýjar tengingar orkunotenda og virkjana við meginflutningskerfið verða alls 34 km af loftlínum og 33 km af háspennustrengjum í jörðu. Ný tengivirki rísa á Hellisheiði, við Sandskeið, við Hrauntungur sunnan Hafnafjarðar og á Njarðvíkurheiði en tengivirki við Rauðamel verður fjarlægt. Jafnframt er gert ráð fyrir umfangsmiklu niðurrifi á eldri línum, eða samtals 96 km af loftlínum," segir í tilkynningunni. Þá segir að framkvæmdin sé matsskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum. Vinna við matið er hafin og annast EFLA verkfræðistofa verkstýringu hennar fyrir hönd Landsnets. „Mikil áhersla er lögð á samstarf og samráð við sveitarfélög, landeigendur og aðra hagsmunaaðila, sem og leyfisveitendur og lögbundna umsagnaraðila. Drög að tillögu að matsáætlun hafa nú verið birt til kynningar og má nálgast þau á vef Landsnets, www.landsnet.is, EFLU verkfræðistofu, www.efla.is og á sérstakri heimasíðu verkefnisins, www.sudvesturlinur.is ." Frestur til að gera athugasemdir við drög að matsáætlun, áður en þeim verður skilað inn til formlegrar umfjöllunar hjá Skipulagsstofnun, er til 16. desember næstkomandi. Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Landsnet undirbýr endurnýjun og styrkingu raforkuflutningskerfisins á Suðvesturlandi. Framkvæmdakostnaður er áætlaður um 22 milljarðar króna á verðlagi í ágúst 2008 og mannaflaþörf um 380 ársverk. Drög að matsáætlun vegna framkvæmdanna hafa nú verið lögð fram til kynningar og er athugasemdafrestur til 16. desember næstkomandi. Áætlaður framkvæmdakostnaður er um 22 milljarðar króna, á verðalagi í ágúst 2008. Mannaflaþörfin er áætluð um 380 ársverk, skipt á fjögur ár, en stefnt er að því að framkvæmdir geti hafist haustið 2009 og að þeim verði lokið um mitt ár 2012. Þessar tímasetningar eru þó birtar með fyrirvara um breytingu. Í tilkynningu frá Landsneti kemur fram að verkefnið, sem fengið hefur vinnuheitið Suðvesturlínur, taki til meginflutningskerfis raforku frá Hellisheiði að Geithálsi og Hafnarfirð og áfram út á Reykjanes. Undirbúningur hefur staðið yfir frá árinu 2005 og varðar beinlínis 12 sveitarfélög og þar með meirihluta landsmanna. Þá segir að markmið framkvæmdanna sé að byggja upp raforkuflutningskerfið á Suðvesturlandi til framtíðar svo það geti mætt áformum um orkuflutning á svæðinu, jafnt til atvinnustarfsemi og til almannanota. Núverandi kerfi er nýtt til fulls og annar ekki fyrirsjáanlegri eftirspurn á svæðinu í nánustu framtíð. Styrking og endurnýjunin kerfisins er jafnframt forsenda uppbyggingar af ýmsu tagi í atvinnulífi landshlutans, þar á meðal aukinna umsvifa í orkufrekri atvinnustarfsemi, framleiðslu- og hátækniiðnaði. „Meginflutningskerfið á Suðvesturlandi byggist á loftlínum en á nokkrum stöðum er gert ráð fyrir jarðstrengjum vegna tenginga við stórnotendur. Í heildina er um að ræða nýbyggingu á u.þ.b. 123 km af loftlínum og 17 km af endurnýjuðum línum. Nýjar tengingar orkunotenda og virkjana við meginflutningskerfið verða alls 34 km af loftlínum og 33 km af háspennustrengjum í jörðu. Ný tengivirki rísa á Hellisheiði, við Sandskeið, við Hrauntungur sunnan Hafnafjarðar og á Njarðvíkurheiði en tengivirki við Rauðamel verður fjarlægt. Jafnframt er gert ráð fyrir umfangsmiklu niðurrifi á eldri línum, eða samtals 96 km af loftlínum," segir í tilkynningunni. Þá segir að framkvæmdin sé matsskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum. Vinna við matið er hafin og annast EFLA verkfræðistofa verkstýringu hennar fyrir hönd Landsnets. „Mikil áhersla er lögð á samstarf og samráð við sveitarfélög, landeigendur og aðra hagsmunaaðila, sem og leyfisveitendur og lögbundna umsagnaraðila. Drög að tillögu að matsáætlun hafa nú verið birt til kynningar og má nálgast þau á vef Landsnets, www.landsnet.is, EFLU verkfræðistofu, www.efla.is og á sérstakri heimasíðu verkefnisins, www.sudvesturlinur.is ." Frestur til að gera athugasemdir við drög að matsáætlun, áður en þeim verður skilað inn til formlegrar umfjöllunar hjá Skipulagsstofnun, er til 16. desember næstkomandi.
Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira