Lífið

Viftur mokuðust út í gær

Mestur hiti mældist á Þingvöllum í gær, eða rúmar 29 gráður.
Mestur hiti mældist á Þingvöllum í gær, eða rúmar 29 gráður.

,,Svo sannarlega. Það má segja að hér hafi mokast út viftur í gær af öllum stærðum og gerðum," segir Júlíus Hafstein framkvæmdastjóri hjá Max raftækjum.

Íslendingar brugðust við hitanum í gær og versluðu viftur í gærdag þegar sögulegt hitamet fór upp úr öllu valdi.

,,Þess má líka geta að ein fjölskyldan var að hugsa um að kaupa viftur í öll herbergin hjá sér en við mældum ekkert sérstaklega með því í ljósi þess að svona veður myndi væntanlega ekki vera fram eftir ári en það sýnir kannski hvað Íslendingar eru úrlausnargóðir."

Hvað með fótanuddtæki selur þú þau líka?

,,Já en það hefur enginn verslað þau í ljósi veðurblíðunnar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.